Alfreð: Ætlum að vinna þennan bikar Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. júlí 2019 21:44 Alfreð er búinn að koma Selfossi í bikarúrslit. vísir/bára Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sínar stelpur eftir sigur liðsins á Fylki í kvöld. Sigurinn þýðir að Selfoss er komið í bikarúrslit í þriðja sinn. Hann sagði liðið hafa sýnt sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum. „Við tókum yfir leikinn í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og frábærlega spilaður leikur hjá Fylki í fyrri hálfleik. Við áttum í basli með þær en það vill oft gerast að þegar líður á leikina þá tökum við yfir.“ Alfreð var sáttur með það hvernig hans lið kom inn í síðari hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik. „Í síðari hálfleik vorum við mun betri og þær ógnuðu okkur lítið en þetta Fylkislið er frábærlega skipulagt og flott lið og þetta var erfið fæðing en ég hafði trú á þessu og sem betur fer kláruðum við þetta í venjulegum leiktíma.“ Það er gulls ígildi að vera með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur. Alfreð var sammála því og segir að hún smellpassi inn í liðið. „Það er mjög gott að hafa Hólmfríði. Það er eins gott fyrir hana að koma í okkar lið. Hún smellpassar inn í þetta og án Hólmfríðar væru við kannski minni en án Selfoss fyrir hana væri hún kannski aðeins minni líka. Þetta er svokallað win-win.“ Alfreð var ekkert að flækja þetta þegar hann var spurður út í klassísku spurninguna varðandi óskamótherja í úrslitunum. „Nei, enga óskamótherja. Við ætlum bara vinna þennan bikar.“ Hann var mjög ánægður með stuðninginn en Selfyssingar létu vel í sér heyra í stúkunni. „Mjög ánægður með mitt fólk á Selfossi. Nú hlakka ég bara til að taka á móti Íslandsmeisturunum á þriðjudaginn og þar heimta ég sama stuðninginn.“ Alfreð sagði að lokum að hann væri að skoða málin hvað varðar markaðinn en hann gaf þó upp að hann væri kannski ekki að leita að besta leikmanninum heldur meira leikmanni með reynslu og karakter sem getur hjálpað liðinu. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Selfoss 0-1 | Selfoss í úrslit í þriðja sinn Selfoss er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019 eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Mark Grace Rapp á 76. mínútu réði úrslitum. 19. júlí 2019 21:45 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sínar stelpur eftir sigur liðsins á Fylki í kvöld. Sigurinn þýðir að Selfoss er komið í bikarúrslit í þriðja sinn. Hann sagði liðið hafa sýnt sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum. „Við tókum yfir leikinn í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og frábærlega spilaður leikur hjá Fylki í fyrri hálfleik. Við áttum í basli með þær en það vill oft gerast að þegar líður á leikina þá tökum við yfir.“ Alfreð var sáttur með það hvernig hans lið kom inn í síðari hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik. „Í síðari hálfleik vorum við mun betri og þær ógnuðu okkur lítið en þetta Fylkislið er frábærlega skipulagt og flott lið og þetta var erfið fæðing en ég hafði trú á þessu og sem betur fer kláruðum við þetta í venjulegum leiktíma.“ Það er gulls ígildi að vera með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur. Alfreð var sammála því og segir að hún smellpassi inn í liðið. „Það er mjög gott að hafa Hólmfríði. Það er eins gott fyrir hana að koma í okkar lið. Hún smellpassar inn í þetta og án Hólmfríðar væru við kannski minni en án Selfoss fyrir hana væri hún kannski aðeins minni líka. Þetta er svokallað win-win.“ Alfreð var ekkert að flækja þetta þegar hann var spurður út í klassísku spurninguna varðandi óskamótherja í úrslitunum. „Nei, enga óskamótherja. Við ætlum bara vinna þennan bikar.“ Hann var mjög ánægður með stuðninginn en Selfyssingar létu vel í sér heyra í stúkunni. „Mjög ánægður með mitt fólk á Selfossi. Nú hlakka ég bara til að taka á móti Íslandsmeisturunum á þriðjudaginn og þar heimta ég sama stuðninginn.“ Alfreð sagði að lokum að hann væri að skoða málin hvað varðar markaðinn en hann gaf þó upp að hann væri kannski ekki að leita að besta leikmanninum heldur meira leikmanni með reynslu og karakter sem getur hjálpað liðinu.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Selfoss 0-1 | Selfoss í úrslit í þriðja sinn Selfoss er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019 eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Mark Grace Rapp á 76. mínútu réði úrslitum. 19. júlí 2019 21:45 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Selfoss 0-1 | Selfoss í úrslit í þriðja sinn Selfoss er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019 eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Mark Grace Rapp á 76. mínútu réði úrslitum. 19. júlí 2019 21:45