Íslenski boltinn

Liðið sem hefur skorað fæst mörk fær framherja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur. vísir/daníel þór
Grindavík hefur samið við spænska framherjann Óscar Manuel Conde Cruz.

Hann er 26 ára og lék með Gimnástica Torrelavega í C-deildinni á Spáni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði sex mörk í 34 leikjum.

Grindavík hefur aðeins skorað sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni, fæst allra liða. Í síðustu fimm deildarleikjum hafa Grindvíkingar bara skorað eitt mark. Í gær gerði Grindavík markalaust jafntefli við FH.

Hollenski framherjinn Patrick N'Koyi er farinn frá Grindavík sem og miðjumaðurinn René Joensen. Þá fer Jón Ingason í nám til Bandaríkjanna á næstunni.

Grindavík er í 10. sæti deildarinnar með ellefu stig, þremur stigum frá fallsæti. Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Stjörnumönnum á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Tufa: Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp

„Eftir síðasta leik og áfallið sem við urðum fyrir þá, þá vildum við gera þetta fyrir okkar fólk og sýna stolt. Mínir strákar sýndu mikinn karakter að halda hreinu eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, eftir markalausa jafnteflið gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×