Enski boltinn

Tottenham kaupir Ndombele fyrir metverð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tottenham hefur fest kaup á franska miðjumanninum Tanguy Ndombele frá Lyon. Hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Spurs greiðir fyrst í stað 56,5 milljónir punda fyrir Ndombele en kaupverðið gæti hækkað upp í 65 milljónir punda.





Eftir að hafa ekki keypt leikmann í tæplega eitt og hálft ár hefur Tottenham keypt tvo í dag. Fyrr í dag keypti kantmanninn Jack Clarke frá Leeds. Hann var hins vegar lánaður strax aftur til Leeds.

Ndombele, sem er 22 ára, lék með Lyon í tvö ár og vakti athygli fyrir góða frammistöðu. Hann hefur leikið sex leiki fyrir franska landsliðið.

Ndombele skrifaði undir sex ára samning við Tottenham sem komst alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Tottenham keypti leikmann eftir 517 daga bið

Þessi dagur er sögulegur hjá Tottenham Hotspur því félagið er loksins búið að versla leikmann. Það eru 517 dagar síðan félagið keypti loksins mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×