Enski boltinn

Tottenham keypti leikmann eftir 517 daga bið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Clarke í leik með Leeds.
Clarke í leik með Leeds. vísir/getty
Þessi dagur er sögulegur hjá Tottenham Hotspur því félagið er loksins búið að versla leikmann. Það eru 517 dagar síðan félagið keypti loksins mann.

Leikmaðurinn sem Tottenham var að kaupa heitir Jack Clarke og kemur til félagsins frá Leeds. Kaupverð var ekki gefið upp.

Þetta er aðeins 18 ára gamall strákur með mikla hæfileika. Lundúnafélagið telur hann ekki vera tilbúinn í slaginn með Spurs og hefur því ákveðið að lána hann strax aftur til Leeds þar sem hann fær að þroskast áfram. Svolítið svekkjandi samt fyrir stuðningsmenn Tottenham sem vilja fara að sjá ný andlit.

Clarke spilaði 22 leiki með Leeds í ensku B-deildinni síðasta vetur og skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. Sá sem kom á undan Clarke til Spurs var Lucas Moura en hann kom frá PSG í janúar á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×