Enski boltinn

Paul Pogba og Romelu Lukaku munu funda með United um framtíð sína hjá félaginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spila þessir tveir í treyju United á næstu leiktíð?
Spila þessir tveir í treyju United á næstu leiktíð? vísir/getty
Paul Pogba og Romelu Lukaku, leikmenn Manchester United, munu funda á komandi dögum með Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, um framtíð sína hjá félaginu.

Pogba er enn í Bandaríkjunum þar sem hann mun meðal annars sinna aðdáendum sínum í kvöld er hann kemur fram á hátið Adidas í New York.

Er Pogba og Solskjær ræða saman verður það í fyrsta skipti sem þeir ræða saman undir fjögur augu eftir að Pogba sagði að hann væri ólmur í nýja áskorun.







Norðmaðurinn er sagður vilja halda Pogba hjá félaginu og mun gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að halda hinum 26 ára gamla heimsmeistara hjá félaginu sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið.

Lukaku hefur verið mikið orðaður við Inter og hann vill fá framtíð sína á hreint áður en félagið ferðast til Ástralíu á sunnudaginn þar sem liðið undirbýr sig undir næstu leiktíð.

Inter hefur þó ekki lagt fram tilboð sem forráðamenn United eru sáttir við en Lukaku var mættur aftur til æfinga hjá United í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×