Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 12:30 Dagur segir að öllum athugasemdum varðandi Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega. Vísir/Vilhelm Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. Borgarstjóri segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað ítarlega og að ekki hafi verið þörf á að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það í borgarstjórn. Tillagan felst í uppbyggingu á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Gróðurhvelfingarnar verði að hluta niðurgrafnar og mótaðar inn í landið. Þannig sé landnotkunin í samræmi við aðalaskipulalag Reykjavíkurborgar 2010-2030. Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það og afgreiða í borgarstjórn, en því var hafnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meirihlutinn hafi einfaldlega talið að ekki væri eftir neinu að bíða. „Borgarráð fer með hlutverk borgarstjórnar á þessum árstíma. Málið hefur verið lengi í undirbúingi og kynningu. Það voru haldnir opnir íbúafundir í vor og svo framvegis. Það er búið að svara öllum athugasemdum ítarlega og koma til móts við mjög margar af þeim áhyggjum sem hafa verið settar fram þannig við töldum ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Tillagan er nokkuð umdeild en í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að byggingar muni þrengja að vatnsviðinu og yfirtaka hluta af útivistarsvæði sem nú er ætlað almenningi. Dagur segir að þessum athugasemdum hafi verið svarað ítarlega. „Það var einfaldlega gert mjög ítarlega eins og alltaf er gert þegar verið er að undirbúa deiliskipulag. Þarna voru settar fram nokkrar ábendingar varðandi afmörkun svæðisins og önnur atriði sem einfaldlega er farið yfir af deiliskipulagshöfundum og sérfræðingum umhverfis- og skipulagssviðs,“ saði Dagur.Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. Borgarstjóri segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað ítarlega og að ekki hafi verið þörf á að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það í borgarstjórn. Tillagan felst í uppbyggingu á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Gróðurhvelfingarnar verði að hluta niðurgrafnar og mótaðar inn í landið. Þannig sé landnotkunin í samræmi við aðalaskipulalag Reykjavíkurborgar 2010-2030. Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það og afgreiða í borgarstjórn, en því var hafnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meirihlutinn hafi einfaldlega talið að ekki væri eftir neinu að bíða. „Borgarráð fer með hlutverk borgarstjórnar á þessum árstíma. Málið hefur verið lengi í undirbúingi og kynningu. Það voru haldnir opnir íbúafundir í vor og svo framvegis. Það er búið að svara öllum athugasemdum ítarlega og koma til móts við mjög margar af þeim áhyggjum sem hafa verið settar fram þannig við töldum ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Tillagan er nokkuð umdeild en í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að byggingar muni þrengja að vatnsviðinu og yfirtaka hluta af útivistarsvæði sem nú er ætlað almenningi. Dagur segir að þessum athugasemdum hafi verið svarað ítarlega. „Það var einfaldlega gert mjög ítarlega eins og alltaf er gert þegar verið er að undirbúa deiliskipulag. Þarna voru settar fram nokkrar ábendingar varðandi afmörkun svæðisins og önnur atriði sem einfaldlega er farið yfir af deiliskipulagshöfundum og sérfræðingum umhverfis- og skipulagssviðs,“ saði Dagur.Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15