Innlent

Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn

Ari Brynjólfsson skrifar
Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er ekki sáttur við uppbygginguna á svæðinu.
Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er ekki sáttur við uppbygginguna á svæðinu. Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Meiri­hluti borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur samþykkti nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Stekkj­ar­bakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sín­um í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir.Er það afstaða meirihlutans að svæðið sem um ræðir sé ekki hluti af Elliðaárdalnum og flokkist ekki sem grænt svæði.Í bréfi Umhverfisstofnunar til skipulags- og samgönguráðs segir stofnunin að byggingarnar muni yfirtaka stóran hluta af útivistarsvæði sem nú er fyrir almenning og þrengja að vatnasviðinu, sem fyrr segir, og þrengja að aðkomu almennings að svæðinu.„Við gáfum þeim tækifæri til að fresta þessu og fara betur yfir málið. Það kom í ljós að þau eru ekki einu sinni búin að svara bréfi Umhverfisstofnunar frá því í mars,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins.„Það að klára málið án þess að svara þessu bréfi eða funda með stofnuninni er ótrúlegt. Sérstaklega þegar Vinstri grænir segjast vera grænir og Píratar segjast vera vænir, það er ekki trúverðugt.“ Eyþór segir að boltinn sé nú hjá íbúum. „Þeir hafa verið duglegir við að láta í sér heyra. Þeir hafa sumir verið að tala um íbúa­kosningu, mér finnst eðlilegt að það sé kosið um svona mál eins og gert hefur verið með skipulagsmál í öðrum sveitarfélögum.“Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að málið beri það með sér að hafa verið keyrt í gegn án þess að taka tillit til athugasemda. „Við munum byrja á að kæra þetta til Skipulagsstofnunar. Svo er það bara íbúakosning, það er ekkert annað í boði.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.