Íslenski boltinn

Grótta tveimur stigum frá toppnum eftir sigur á Njarðvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Gróttu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Gróttu. vísir/mynd
Grótta er komið í annað sætið, tveimur stigum frá toppsætinu í Inkasso-deild karla, eftir 3-1 sigur á Njarðvík í kvöld.

Pétur Theódór Árnason skoraði fyrsta markið á 44. mínútu og kom Gróttu yfir fyrir leikhlé. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Axel Freyr Harðarson skoraði annað mark Gróttu á 62. mínútu og aftur var Pétur Theódór á 67. mínútu með þriðja marki Gróttu.

Ivan Prskalo minnkaði muninn fyrir Njarðvík á 88. mínútu og lokatölur 3-1 sigur Gróttu sem er að gera frábærlega hluti.

Grótta er í öðru sætinu með 20 stig en Njarðvík er komið í fallsæti. Þeir eru í ellefta sæti deildarinnar með sjö stig, þremur stigum á eftir Aftureldingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×