Íslenski boltinn

Újpest staðfestir komu Arons

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron með treyju og trefil félagsins.
Aron með treyju og trefil félagsins. mynd/újpest
Ungverska félagið, Újpest, staðfesti á vef sínum í morgun að félagið hafi gengið frá kaupum á vængmanni Breiðabliks, Aroni Bjarnasyni.

Eins og fram kom á Vísi í gær mun Aron vera með Blikum fram til 20. júlí og mun því ná báðum Evrópuleikjunum gegn Vaduz í forkeppni Evrópudeildarinnar.







„Újpest er stórt félag í Ungverjalandi og með ríka sögu. Mig hlakkar til að koma og sýna stuðningsmönnunum hvað ég get,“ sagði Þróttarinn uppaldi í samtali við heimasíðu félagsins.

„Ég treysti því að ég mun aðlagast fótboltanum fljótt og komast í byrjunarliðið. Ég er sóknarmaður svo ég mun gera mitt besta til þess að hjálpa liðinu að skora mörk.“

Aron hefur leikið afar vel á leiktíðinni í Pepsi Max-deildinni en hann hefur skorað fjögur mörk í þeim tíu leikjum sem hann hefur spilað í Pespi Max-deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×