Erlent

Mitsotakis settur í embætti

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mitsotakis skrifar undir.
Mitsotakis skrifar undir. Nordicphotos/AFP

Grikkland Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi mið-hægriflokksins Nýtt lýðræði (ND), var í gær settur inn í embætti forsætisráðherra Grikklands. ND vann sigur í grísku þingkosningunum á laugardag. Fékk hreinan meirihluta á gríska þinginu. Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, steig til hliðar sem forsætisráðherra eftir rúmlega fjögurra ára valdatíð.

„Í dag getum við byrjað á þessari erfiðisvinnu. Ég hef algjöra trú á því að við getum sinnt starfinu,“ sagði Mitsotakis. Sagðist aukinheldur hafa fengið skýrt umboð til breytinga á Grikklandi.

Flokkur hans hefur lofað auknum fjárfestingum í Grikklandi, skattalækkunum, nýjum störfum og aukinni einkavæðingu til þess að takast á við eftirmál fjármálakreppunnar. Hvergi innan Evrópusambandsins mælist atvinnuleysi meira en í Grikklandi. – þeaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.