Erlent

Mitsotakis settur í embætti

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mitsotakis skrifar undir.
Mitsotakis skrifar undir. Nordicphotos/AFP
Grikkland Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi mið-hægriflokksins Nýtt lýðræði (ND), var í gær settur inn í embætti forsætisráðherra Grikklands. ND vann sigur í grísku þingkosningunum á laugardag. Fékk hreinan meirihluta á gríska þinginu. Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, steig til hliðar sem forsætisráðherra eftir rúmlega fjögurra ára valdatíð.„Í dag getum við byrjað á þessari erfiðisvinnu. Ég hef algjöra trú á því að við getum sinnt starfinu,“ sagði Mitsotakis. Sagðist aukinheldur hafa fengið skýrt umboð til breytinga á Grikklandi.Flokkur hans hefur lofað auknum fjárfestingum í Grikklandi, skattalækkunum, nýjum störfum og aukinni einkavæðingu til þess að takast á við eftirmál fjármálakreppunnar. Hvergi innan Evrópusambandsins mælist atvinnuleysi meira en í Grikklandi. – þea
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.