Enski boltinn

Diop í viðræðum við West Ham í ljósi áhuga United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Diop í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í vetur
Diop í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í vetur vísir/getty

Issa Diop mun setjast niður með forráðamönnum West Ham til þess að ræða framtíð sína í næstu viku í ljósi áhuga Manchester United á leikmanninum.

Sky Sports segir frá því að hinn 22 ára varnarmaður sé ánægður hjá West Ham þrátt fyrir áhuga stærri liða.

Diop skrifaði undir fimm ára samning við Hamrana þegar hann kom frá Toulouse síðasta sumar fyrir 22 milljónir punda. Forráðamenn West Ham vilja þó bjóða honum nýjan og betri samning.

Manchester United er tilbúið til þess að borga 45 milljónir punda og láta West Ham fá leikmann frá þeim til þess að fá Diop inn.

West Ham vill hins vegar ekki selja Diop og hafði ekki áhuga á þeim leikmönnum sem stóðu til boða frá United. West Ham hefði íhugað tilboðið ef miðjumaðurinn Scott McTominay hefði verið í boði, en United vill ekki láta hann af hendi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.