Enski boltinn

Origi ekki seldur í sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Origi skoraði annað mark Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar
Origi skoraði annað mark Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar vísir/Getty
Liverpool ætlar ekki að selja Divock Origi í sumar þrátt fyrir að eiga þá á hættu að missa hann á frjálsri sölu að ári. ESPN segir frá þessu í dag.Forráðamenn Belgans hafa verið í viðræðum við Liverpool en enn er ekki komin nein niðurstaða um framlengingu á samningi hans, sem rennur út næsta sumar.Origi skoraði sjö mörk í 21 leik fyrir Liverpool í vetur og mörg þeirra voru lykilmörk. Hann skoraði sigurmarkið gegn Everton og Newcastle í deildinni og tvö marka Liverpool í sigrinum ótrúlega á Barcelona í Meistaradeildinni.Samkvæmt frétt ESPN hefur Origi ekki tekið ákvörðun um framtíð sína en allir aðilar séu sáttir við stöðuna eins og hún er. Belginn er sáttur við að vera áfram í Liverpool á næsta tímabili og félagið hefur tíma til janúar fyrir samningaviðræður um framlengingu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.