Erlent

NATO sagt stefna að því að viðurkenna geimhernað

Eiður Þór Árnason skrifar
Erindrekar NATO komu ekki fram undir nafni
Erindrekar NATO komu ekki fram undir nafni Anadolu Agency/Getty
Þess má vænta að Atlantshafsbandalagið (NATO) muni viðurkenna geiminn sem vettvang mögulegs hernaðs, ef marka má fjóra háttsetta erindreka. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu.

Er talið að eitt af markmiðum NATO með þessu yrði að sýna Donald Trump Bandaríkjaforseta að bandalagið sé að reyna að bregðast við nýjum ógnum. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að Trump samþykkti stofnun bandarísks geimhers í febrúar síðastliðnum.

Gert er ráð fyrir því að ákvörðunin verði tekin á leiðtogafundi NATO í desember. Trump hefur boðað komu sína á fundinn sem haldinn verður í London. Með slíkri ákvörðun myndi NATO viðurkenna með formlegum hætti að hernaðarátök geti átt sér stað í geimnum.

Umræddir erindrekar NATO neita því að bandalagið myndi með þessu hefja vígbúnað fyrir möguleg stríðsátök í geimnum. Viðurkenningin myndi þó koma af stað umræðum um það hvort bandalagið ætti að notast við geimvopn sem væri kleift að skjóta niður flugskeyti og loftvarnir óvina eða granda gervitunglum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×