Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 23:21 E Jean Carroll á viðburði árið 2006. Vísir/Getty Bandarískur pistlahöfundur sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á tíunda áratugnum. Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. E Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í dag. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Eftir um þrjár mínútur hafi Carroll tekist að hrinda honum af sér og náð að koma sér út úr versluninni. Í greininni er haft eftir tveimur vinkonum Carroll, ónefndum en virtum blaðamönnum, að hún hafi sagt þeim frá árásinni. Þær muni vel eftir frásögninni og hafi jafnframt hvatt hana til að tilkynna málið til lögreglu á sínum tíma.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi.WH/GettyTrump, sem hefur verið um fimmtugt og giftur Mörlu Marples, annarri eiginkonu sinni, þegar atvikið átti sér stað sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun?? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ Í grein Carroll er þó að finna mynd sem tekin er árið 1987 en á myndinni má sjá Carroll og Trump, ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Ivönku. Því virðist sem Trump hafi vissulega hitt Carroll, þvert á yfirlýsingu hans frá því í dag.Skjáskot af grein Carroll þar sem sjá má umrædda mynd.Trump hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu ár. Í því samhengi má rifja upp myndband sem Washington Post birti af Trump í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna haustið 2016, þar sem hann heyrðist stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær. Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bandarískur pistlahöfundur sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á tíunda áratugnum. Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. E Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í dag. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Eftir um þrjár mínútur hafi Carroll tekist að hrinda honum af sér og náð að koma sér út úr versluninni. Í greininni er haft eftir tveimur vinkonum Carroll, ónefndum en virtum blaðamönnum, að hún hafi sagt þeim frá árásinni. Þær muni vel eftir frásögninni og hafi jafnframt hvatt hana til að tilkynna málið til lögreglu á sínum tíma.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi.WH/GettyTrump, sem hefur verið um fimmtugt og giftur Mörlu Marples, annarri eiginkonu sinni, þegar atvikið átti sér stað sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun?? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ Í grein Carroll er þó að finna mynd sem tekin er árið 1987 en á myndinni má sjá Carroll og Trump, ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Ivönku. Því virðist sem Trump hafi vissulega hitt Carroll, þvert á yfirlýsingu hans frá því í dag.Skjáskot af grein Carroll þar sem sjá má umrædda mynd.Trump hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu ár. Í því samhengi má rifja upp myndband sem Washington Post birti af Trump í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna haustið 2016, þar sem hann heyrðist stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær.
Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00