Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2017 22:00 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við svipuðum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þetta segja nokkrar af þeim ellefu konum sem stigu fram á sínum tíma í ítarlegri umfjöllun Washington Post. Eru þær fyrst og fremst hissa á því að Donald Trump hafi að mestu leytið sloppið og orðið forseti Bandaríkjanna, á meðan Weinstein hafi verið útskúfað úr Hollywood og fyrirtæki hans rambi á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum. „Það er erfitt að sætta sig við það að Harwey Weinstein hafi verið tekinn niður á meðan Trump heldur bara áfram að vera Teflon Don,“ segir Jessica Leeds sem segir að Donald Trump hafi áreitt sitt kynferðislega fyrir 30 árum. „Það gerir mig brjálaða að hann sé forseti,“ segir Melinda McGillivray, sem steig fram fyrir ári síðan og sagði Trump hafa káfað á sér er hún var 23 ára. Hér að neðan má sjá hluta af viðtali Washington Post við Jessicu Leeds. Trump tók til varna, Weinstein ekki Eftir að fjölmargar konur stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu Weinstein, eins frægasta kvikmyndaframleiðenda Hollywood, hafa konur víða um heim stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Konurnar sem stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni af hálfu Trump gerðu það í október á síðasta ári, nokkrum vikum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar. Ólíkt Weinstein tókst Trump þó að standa af sér ásakanirnar, jafnvel þótt að myndband frá árinu 2005 var birt þar sem heyra má Trump stæra sig af þeirri hegðun sem konurnar sökuðu hann um. Trump var snöggur í varnarstellingar, ólíkt Weinstein, og sagði að konurnar væru „hræðilegir lygarar“. Aðspurður um ásakanirnar í kappræðum hans við Hillary Clinton þvertók hann fyrir að hafa sýnt af sér slíka hegðun. Ásakanirnar höfðu ekki afgerandi áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og stóð Trump uppi sem sigurvegari. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi.Vísir/Getty Ekki með sömu vigt og frægar leikkonur Konurnar, sem eru ánægðar með viðbrögð samfélagsins við ásökununumá hendur Weinstein, velta því fyrir sér af hverju viðbrögðin voru svo mismunandi. „Margar þeirra eru leikkonur sem við þekkjum vel,“ segir Cathy Heller, sem sakaði Trump um að hafa kysst sig án samþykkis árið 1997 um í hverju munurinn lægi. „Þegar einhver frægur kemur með svona ásökun er meiri vigt á bak við það en þegar það er einhver sem hann hitti í Mar-a-Lago eða þátttakandi í fegurðarsamkeppni,“ segir Heller. „Við sjáum samt til með Trump, það er aldrei of seint,“ bætir hún við að lokum. Donald Trump MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við svipuðum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þetta segja nokkrar af þeim ellefu konum sem stigu fram á sínum tíma í ítarlegri umfjöllun Washington Post. Eru þær fyrst og fremst hissa á því að Donald Trump hafi að mestu leytið sloppið og orðið forseti Bandaríkjanna, á meðan Weinstein hafi verið útskúfað úr Hollywood og fyrirtæki hans rambi á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum. „Það er erfitt að sætta sig við það að Harwey Weinstein hafi verið tekinn niður á meðan Trump heldur bara áfram að vera Teflon Don,“ segir Jessica Leeds sem segir að Donald Trump hafi áreitt sitt kynferðislega fyrir 30 árum. „Það gerir mig brjálaða að hann sé forseti,“ segir Melinda McGillivray, sem steig fram fyrir ári síðan og sagði Trump hafa káfað á sér er hún var 23 ára. Hér að neðan má sjá hluta af viðtali Washington Post við Jessicu Leeds. Trump tók til varna, Weinstein ekki Eftir að fjölmargar konur stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu Weinstein, eins frægasta kvikmyndaframleiðenda Hollywood, hafa konur víða um heim stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Konurnar sem stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni af hálfu Trump gerðu það í október á síðasta ári, nokkrum vikum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar. Ólíkt Weinstein tókst Trump þó að standa af sér ásakanirnar, jafnvel þótt að myndband frá árinu 2005 var birt þar sem heyra má Trump stæra sig af þeirri hegðun sem konurnar sökuðu hann um. Trump var snöggur í varnarstellingar, ólíkt Weinstein, og sagði að konurnar væru „hræðilegir lygarar“. Aðspurður um ásakanirnar í kappræðum hans við Hillary Clinton þvertók hann fyrir að hafa sýnt af sér slíka hegðun. Ásakanirnar höfðu ekki afgerandi áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og stóð Trump uppi sem sigurvegari. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi.Vísir/Getty Ekki með sömu vigt og frægar leikkonur Konurnar, sem eru ánægðar með viðbrögð samfélagsins við ásökununumá hendur Weinstein, velta því fyrir sér af hverju viðbrögðin voru svo mismunandi. „Margar þeirra eru leikkonur sem við þekkjum vel,“ segir Cathy Heller, sem sakaði Trump um að hafa kysst sig án samþykkis árið 1997 um í hverju munurinn lægi. „Þegar einhver frægur kemur með svona ásökun er meiri vigt á bak við það en þegar það er einhver sem hann hitti í Mar-a-Lago eða þátttakandi í fegurðarsamkeppni,“ segir Heller. „Við sjáum samt til með Trump, það er aldrei of seint,“ bætir hún við að lokum.
Donald Trump MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32