Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Þórarinn Ingi var sárkvalinn

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Þórarinn Ingi var fluttur á bráðamóttöku.
Þórarinn Ingi var fluttur á bráðamóttöku. vísir/daníel þór
„Hann meiddist eitthvað á hné. Hvað nákvæmlega eða hversu alvarleg meiðslin eru vitum við ekki í augnablikinu. Við tökum stöðuna eftir að við heyrum hvað læknarnir hafa að segja,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, um meiðsli Þórarinns Inga Valdimarssonar, leikmanns liðsins, sem fór meiddur af velli á 13. mínútu leik gegn liði Fylkis sem endaði með 5-1 sigri Stjörnunnar.

„Hann var sárkvalinn. Hann er ekki maður sem vælir mikið. Þórarinn er hörkutól þannig þegar hann vælir þá veit maður að það er eitthvað mikið að,“ sagði Rúnar og bætti við að hann vonaði það besta.

Ekki var að sjá þegar meiðslin urðu að um alvarleg meiðsli var að ræða. Það hinsvegar var augljóst þegar læknar beggja liða hófu að hlúa að Þórarinn sem virtist svo sannarlega sárkvalinn. Að lokum kom sjúkrabíll sem náði í Þórarinn en sem fyrr segir er ekki vitað um hversu alvarleg meiðsli eru að ræða.

Aðspurður hvort Stjarnan myndi fara á leikmannamarkaðinn ef ske kynni að meiðslin væru jafn alvarleg og útlit var fyrir var Rúnar ekki á því.

„Við erum ágætlega settir þarna. Við erum með Jósef, Jóhann og Heiðar þannig það er ekkert vesen þar á bæ.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×