Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2019 07:30 Trump undirritaði tilskipun um nýjar þvinganir fyrr í vikunni. Nordicphotos/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter í gær að öllum írönskum árásum gegn bandarískum skotmörkum yrði svarað af fullum krafti. „Í sumum tilfellum verður um gjöreyðingu að ræða,“ tísti forsetinn. Sá bandaríski var að ræða um sjónvarpsávarp Hassans Rouhani, forseta Írans, sem birt var í gær. Þar svaraði Rouhani ákvörðun Trump-stjórnarinnar frá því á mánudag er Bandaríkjaforseti undirritaði enn frekari viðskiptaþvinganir gegn Íran. Þvinganirnar beinast einna helst gegn írönskum stjórnmálamönnum, meðal annars æðstaklerknum Ali Khamenei. „Gjörðir Hvíta hússins [bandaríska forsetaembættisins] sýna fram á að það stríðir við þroskahömlun,“ sagði Rouhani. Hann sagði aukinheldur að þvinganirnar væru tilgangslausar og að ákvörðunin þýddi að samningsvilji Bandaríkjanna væri einungis sýndarmennska. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar nýju þvinganir að þær myndu gera það að verkum að annaðhvort áttuðu Íranar sig á stöðunni eða frekari þvingana væri þörf. „Það verður, held ég, samspil þvingana og annars konar aðgerða sem fær Íran að borðinu.“Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun.Nordicphotos/AFPAbbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, var á sama máli og forsetinn. Sagði þvinganirnar gegn Khamenei gagnslausar og að þær kæmu í veg fyrir viðræður. „Övæntingarfull ríkisstjórn Trumps eyðileggur nú viðurkennda öryggisventla alþjóðasamfélagsins.“ En aftur að tístum bandaríska forsetans. Auk þess að ræða um gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi fram á að Íransstjórn væri úr öllu sambandi við raunveruleikann. „Stjórnvöld í Íran skilja ekki hugtök á borð við kurteisi eða samkennd og hafa aldrei gert. Því miður skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin eru langöflugasta hernaðarveldi heims og hafa varið 1,5 billjónum dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“ tísti forsetinn og bætti við: „Hin frábæra íranska þjóð þjáist nú að tilgangslausu. Leiðtogar hennar verja öllu sínu fé í hryðjuverkastarfsemi og fátt annað. Bandaríkin hafa ekki gleymt því að Íran hefur beitt sprengjum sem hafa deytt 2.000 Bandaríkjamenn og sært fjölda til viðbótar.“ Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt frá því að Trump tók við embætti og rifti kjarnorkusamningi Írans, Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Þýskalands, ESB, Rússlands og Bretlands (JCPOA). Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana gegn því að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en eftir riftunina setti Trump-stjórnin á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki hafa reynt að halda í samninginn en í maí sagði Rouhani að Íran myndi hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim bandarísku þvingunum sem hafa stórskaðað íranskt hagkerfi. Deilan hefur svo harðnað til muna í júnímánuði. Bandaríkin kenndu Íran um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa nærri Hormuz-sundi en Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu Íranar svo niður bandarískan dróna en ríkin deila um hvort hann hafi verið innan eða utan íranskrar lofthelgi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter í gær að öllum írönskum árásum gegn bandarískum skotmörkum yrði svarað af fullum krafti. „Í sumum tilfellum verður um gjöreyðingu að ræða,“ tísti forsetinn. Sá bandaríski var að ræða um sjónvarpsávarp Hassans Rouhani, forseta Írans, sem birt var í gær. Þar svaraði Rouhani ákvörðun Trump-stjórnarinnar frá því á mánudag er Bandaríkjaforseti undirritaði enn frekari viðskiptaþvinganir gegn Íran. Þvinganirnar beinast einna helst gegn írönskum stjórnmálamönnum, meðal annars æðstaklerknum Ali Khamenei. „Gjörðir Hvíta hússins [bandaríska forsetaembættisins] sýna fram á að það stríðir við þroskahömlun,“ sagði Rouhani. Hann sagði aukinheldur að þvinganirnar væru tilgangslausar og að ákvörðunin þýddi að samningsvilji Bandaríkjanna væri einungis sýndarmennska. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar nýju þvinganir að þær myndu gera það að verkum að annaðhvort áttuðu Íranar sig á stöðunni eða frekari þvingana væri þörf. „Það verður, held ég, samspil þvingana og annars konar aðgerða sem fær Íran að borðinu.“Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun.Nordicphotos/AFPAbbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, var á sama máli og forsetinn. Sagði þvinganirnar gegn Khamenei gagnslausar og að þær kæmu í veg fyrir viðræður. „Övæntingarfull ríkisstjórn Trumps eyðileggur nú viðurkennda öryggisventla alþjóðasamfélagsins.“ En aftur að tístum bandaríska forsetans. Auk þess að ræða um gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi fram á að Íransstjórn væri úr öllu sambandi við raunveruleikann. „Stjórnvöld í Íran skilja ekki hugtök á borð við kurteisi eða samkennd og hafa aldrei gert. Því miður skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin eru langöflugasta hernaðarveldi heims og hafa varið 1,5 billjónum dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“ tísti forsetinn og bætti við: „Hin frábæra íranska þjóð þjáist nú að tilgangslausu. Leiðtogar hennar verja öllu sínu fé í hryðjuverkastarfsemi og fátt annað. Bandaríkin hafa ekki gleymt því að Íran hefur beitt sprengjum sem hafa deytt 2.000 Bandaríkjamenn og sært fjölda til viðbótar.“ Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt frá því að Trump tók við embætti og rifti kjarnorkusamningi Írans, Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Þýskalands, ESB, Rússlands og Bretlands (JCPOA). Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana gegn því að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en eftir riftunina setti Trump-stjórnin á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki hafa reynt að halda í samninginn en í maí sagði Rouhani að Íran myndi hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim bandarísku þvingunum sem hafa stórskaðað íranskt hagkerfi. Deilan hefur svo harðnað til muna í júnímánuði. Bandaríkin kenndu Íran um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa nærri Hormuz-sundi en Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu Íranar svo niður bandarískan dróna en ríkin deila um hvort hann hafi verið innan eða utan íranskrar lofthelgi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49