Enski boltinn

Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jim Ratcliffe hafði áhuga á Rauðu djöflunum.
Jim Ratcliffe hafði áhuga á Rauðu djöflunum. Getty/Matthew Lloy
Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United.

Daily Mirror segir frá áhuga Jim Ratcliffe á því að kaupa Manchester United af Glazers fjölskyldunni en þar kemur jafnframt fram að honum hafi fundist verðmiðinn vera of hár.

Það lítur því út fyrir að Manchester United verði áfram í eigu hinnar óvinsælu Glazers fjölskyldu frá Bandaríkjunum. Líkt og var með áhuga konungsfjölskyldu Sádí Arabíu á dögunum þá er verðmiðinn á United of hár.



Sir Jim Ratcliffe er metinn á meira en 21 milljarða enskra punda eða meira þrjú þúsund og þrjú hundruð milljarða íslenskra króna.

Glazers fjölskyldan keypti Manchester United fyrir 790 milljónir punda árið 2005 en hún hefur ekki verið að vinna sér inn miklar vinsældir meðal stuðningsmanna félagsins.

Nú síðast var herferðinni #GlazersOut ýtt úr vör á samfélagsmiðlum. Stuðningsmennirnir eru mjög óánægðir með mikla skuldasöfnun Glazers fjölskyldunnar og slakt gengi félagsins á síðustu árum hefur aðeins verið olía á þann eld.





Jim Ratcliffe hefur mikinn áhuga á Íslandi, hann keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hefur einnig keypt fleiri jarðir við Vopnafjörð.

Ratcliffe er ársmiðahafi hjá Chelsea en hann er jafnframt mikill stuðningsmaður Manchester United. Hann er einnig mikill fótboltáhugamaður því árið 2017 eignaðist hann svissneska félagið FC Lausanne-Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×