Íslenski boltinn

Fjögur Mjólkurbikarkvöld í röð og fjórir leikir í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn unnu bikarinn í fyrra en þeir verja ekki titill sinn í ár því þeir eru úr leik í Mjólkurbikarnum.
Stjörnumenn unnu bikarinn í fyrra en þeir verja ekki titill sinn í ár því þeir eru úr leik í Mjólkurbikarnum. Vísir/Daníel

Átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í knattspyrnu fara fram í vikunni en þau hefjast með einum leik í kvöld og klárast síðan á laugardaginn. Leikið verður karlamegin á miðvikudag og fimmtudag en kvennamegin á föstudag og laugardag.

ÍBV og Víkingur R. mætast á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í Mjólkurbikar karla klukkan 18.00 í kvöld en hinir þrír leikirnir fara fram á fimmtudagskvöldið.

Fimmtudagsleikirnir fara allir fram klukkan 19.15 og þar mætast KR og Njarðvík á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur, Breiðablik og Fylkir spila á Kópavogsvelli og loks mætast FH og Grindavík á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.

Stöð 2 Sport mun sýna þrjá leiki af fjórum beint. Fyrst leik ÍBV og Víkings í kvöld og svo leikina á KR-velli og á Kópavogsvelli á morgun. Strax á eftir leikjum fimmtudagskvöldsins verða allir leikir gerðir upp í Mjólkurbikarmörkunum.

Á föstudag og laugardag er síðan leikið í Mjólkurbikar kvenna en það verða tveir leikir hvorn dag.

Á föstudeginum mætast annars vegar KR og Tindastóll á Meistaravöllum, en hins vegar ÍA og Fylkir á Norðurálsvellinum á Akranesi.  

Laugardagsleikirnir eru síðan viðureignir Selfoss og HK/Víkings á Jáverk-vellinum á Selfossi, og Þórs/KA og Vals á Þórsvelli á Akureyri. Leikur Þór/KA og Vals verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.