Enski boltinn

Mourinho eða Wenger til Newcastle ef klúbburinn verður seldur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Newcastle vilja halda Spánverjanum í stjórastólnum
Stuðningsmenn Newcastle vilja halda Spánverjanum í stjórastólnum vísir/getty

Rafael Benitez mun líklega þurfa að leita sér að nýrri vinnu ef Sheikh Khaled bin Zayed Al Nahyan kaupir Newcastle. Enska blaðið Mirror greinir frá.

Sheikh Khaled og fjárfestingafélag hans eru í viðræðum um að kaupa Newcastle af Mike Ashley. Auðjöfurinn frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum er frændi eiganda Manchester City.

Samningur Benitez rennur út í lok júnímánaðar og hefur gengið illa að semja um framlengingu. Ashley hefur sett viðræðurnar við Bentiez til hliðar á meðan viðræður við Sheikh Khaled um kaupin á félaginu standa yfir.

Sheikh Khaled hefur sínar hugmyndir um það hver á að stýra liðinu, verði hann nýr eigandi. Þar eru menn eins og Jose Mourinho og Arsene Wenger ofarlega á lista en ekkert pláss fyrir Benitez.

Heimildir Mirror segja þó að menn nánir Ashley hafi ekki trú á því að salan gangi í gegn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.