Enski boltinn

Chelsea reynir að halda Sarri en Mourinho bíður spenntur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. vísir/getty

Chelsea mun reyna allt til þess að halda þjálfaranum Maurizio Sarri en talið er að Sarri vilji fari til Ítalíu og taka við Juventus.

Sarri er sagður nú þegar vera búinn að semja við Juventus en Ítalarnir þurfa að borga ákveðið gjald til þess að fá Sarri frá Chelsea.
Nú er talið að Chelsea muni reyna í síðasta skipti um að sannfæra Sarri til þess að vera áfram á Brúnni en hann stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni í vetur.

Jose Mourinho er talinn bíða á hliðarlínunni spenntur fyrir starfinu en hann hefur tvisvar áður verið stjóri Chelsea. Þetta yrði því hans þriðja tímaskeið hjá félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.