Höskuldur: Held að hann hafi alveg verið með þetta Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 27. júní 2019 22:47 Höskuldur tryggði Breiðabliki sigurinn í framlengingu. vísir/vilhelm Breiðablik tryggði í dag sitt sæti í undanúrslitum í Mjólkurbikar karla. Blikar þurftu 120 mínútur til að slíta sig frá Fylki eftir að staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Blika í framlengingunni og kom Blikum í 4-2 sem voru lokatölur í leiknum. „Mér fannst þetta vera fram og tilbaka fyrstu 90 mínúturnar. Fylkir er frábært lið og þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum bara staðráðnir í að halda okkar uppstillingu og trúa því bara að við myndum sigla þessu í framlengingu. Þetta fyrst og fremst bara hausinn að geta klárað þetta,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson hetja Blika eftir leik kvöldsins. Höskuldur var maður leiksins í kvöld og fer líklegast ansi sáttur á koddann. Hann fiskaði víti Blika í fyrra hálflleik og síðan kláraði hann leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. „Tilfinningin er bara mjög sæt. Bikarleikir eru alltaf extra skemmtilegir. Sérstaklega þegar þetta fer í framlengingu og verður smá svona drama.“ Í myndavélunum leit út eins og Höskuldur hafi verið rangstæður í markinu sem kom Blikum yfir 3-2. Hann vill þó ekki sinna starfi dómara og treysti dómgreind Einars Inga. „Það held ég. Það er annars ekki mitt hlutverk og dæma ég held að hann hafi alveg verið með þetta.“ Blikar eru í harðri toppbaráttu við KR í augnablikinu í Pepsi Max deildinni. Á mánudaginn kemur fara þeir í Vesturbæinn og ættu allir Blikar, leikmenn sem og stuðningsmenn að vera ansi spenntir fyrir þeim leik. „Þetta er bara geggjað sumar. Það er nóg af keppnum, við erum í þrem keppnum og við viljum vera í þeim öllum sem lengst.“ Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fylkir 4-2 │Höskuldur gerði gæfumuninn í framlengingunni Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla annað árið í röð eftir sigur á Fylki, 4-2, eftir framlengingu í Kópavoginum í kvöld. 27. júní 2019 23:45 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Breiðablik tryggði í dag sitt sæti í undanúrslitum í Mjólkurbikar karla. Blikar þurftu 120 mínútur til að slíta sig frá Fylki eftir að staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Blika í framlengingunni og kom Blikum í 4-2 sem voru lokatölur í leiknum. „Mér fannst þetta vera fram og tilbaka fyrstu 90 mínúturnar. Fylkir er frábært lið og þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum bara staðráðnir í að halda okkar uppstillingu og trúa því bara að við myndum sigla þessu í framlengingu. Þetta fyrst og fremst bara hausinn að geta klárað þetta,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson hetja Blika eftir leik kvöldsins. Höskuldur var maður leiksins í kvöld og fer líklegast ansi sáttur á koddann. Hann fiskaði víti Blika í fyrra hálflleik og síðan kláraði hann leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. „Tilfinningin er bara mjög sæt. Bikarleikir eru alltaf extra skemmtilegir. Sérstaklega þegar þetta fer í framlengingu og verður smá svona drama.“ Í myndavélunum leit út eins og Höskuldur hafi verið rangstæður í markinu sem kom Blikum yfir 3-2. Hann vill þó ekki sinna starfi dómara og treysti dómgreind Einars Inga. „Það held ég. Það er annars ekki mitt hlutverk og dæma ég held að hann hafi alveg verið með þetta.“ Blikar eru í harðri toppbaráttu við KR í augnablikinu í Pepsi Max deildinni. Á mánudaginn kemur fara þeir í Vesturbæinn og ættu allir Blikar, leikmenn sem og stuðningsmenn að vera ansi spenntir fyrir þeim leik. „Þetta er bara geggjað sumar. Það er nóg af keppnum, við erum í þrem keppnum og við viljum vera í þeim öllum sem lengst.“
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fylkir 4-2 │Höskuldur gerði gæfumuninn í framlengingunni Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla annað árið í röð eftir sigur á Fylki, 4-2, eftir framlengingu í Kópavoginum í kvöld. 27. júní 2019 23:45 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fylkir 4-2 │Höskuldur gerði gæfumuninn í framlengingunni Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla annað árið í röð eftir sigur á Fylki, 4-2, eftir framlengingu í Kópavoginum í kvöld. 27. júní 2019 23:45