Enski boltinn

Arsenal með áhuga á kantmanni Mónakó

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Balde er með landsliði Senegal í Afríkukeppninni þessa dagana
Balde er með landsliði Senegal í Afríkukeppninni þessa dagana vísir/getty
Arsenal hefur áhuga á kantmanninum Keita Balde hjá Mónakó og fylgist vel með honum þessa dagana. Sky Sports greinir frá.

Arsenal er á höttunum eftir nýjum kantmanni og fréttir bárust af því í gær að Skytturnar ætli að bjóða í Wilfried Zaha hjá Crystal Palace.

Palace mun þó líklega ekki láta Zaha svo auðveldlega af höndum og Arsenal er því einnig að horfa í aðrar áttir. Ein af þeim áttum er til Mónakó.

Balde var á síðasta tímabili á láni hjá Inter Milan og þar skoraði hann fimm mörk í 24 leikjum í Seria A. Inter ætlar ekki að nýta sér möguleikann á því að kaupa leikmanninn.

Hinn 24 ára Balde er metinn á um 25 milljónir punda og eru nokkkur félög með augastað á honum. Senegalinn er sagður vilja færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×