Enski boltinn

Zaha vill yfirgefa Palace en halda áfram að spila í London: Stjórnarmenn Arsenal fylgjast spenntir með

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zaha í leik með Palace á síðustu leiktíð.
Zaha í leik með Palace á síðustu leiktíð. vísir/getty
Wilfried Zaha, framherji Crystal Palace, vill yfirgefa Crystal Palace og Arsenal er talið fylgjast grannt með gangi mála.

Hinn 26 ára gamli framherji er hins vegar talinn vilja vera áfram í London og spila í Evrópukeppnum en Zaha hélt með Arsenal á sínum yngri árum.







Stjórnarmenn Arsenal eru taldir fylgjast grannt með gangi mála en þeir vilja styrkja sig. Þeir eru hins vegar ekki taldir vera tilbúnir að borga uppsett verð fyrir Zaha.

Sumarglugginn hefur verið öflugur hjá Palace en þeir eru að selja Aaron Wan-Bissaka til Manchester United á 50 milljónir punda og verðmiðinn á Zala er 80 milljónir.

Gangi kaupin í gegn þá fær Manchester United 25% af sölunni þar sem Palace keypti Zaha af United árið 2015. Hann hefur leikið með Palace síðan og gert það gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×