Innlent

Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir

Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa
Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa á vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð.
Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa á vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð. Vísir/Jóhann K.
Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-LÍF á Landspítalann í Fossvogi.Flugvélin sem brotlenti var einkaflugvél. Hún skall til jarðar við Múlakot um klukkan 20:30. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að líðan þeirra tveggja sem fluttir voru á sjúkrahús sé stöðug. Jafnframt kemur fram að ekki sé unnt að veita frekar upplýsingar að svo stöddu.

Mikið lið björgunarfólks tók þátt í aðgerðum fyrr í kvöld. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa aðstoðað tæknideild lögreglunnar við vettvangsrannsókn og búist er við að hún geti tekið einhvern tíma.Þegar flugvélin brotlenti kviknaði eldur í öðrum væng hennar sem slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Rangárvallasýslu slökktu.

Tæknideild lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K

Tengd skjöl


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.