Innlent

Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir

Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa
Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa á vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð.
Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa á vettvangi flugslyssins í Fljótshlíð. Vísir/Jóhann K.
Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-LÍF á Landspítalann í Fossvogi.

Flugvélin sem brotlenti var einkaflugvél. Hún skall til jarðar við Múlakot um klukkan 20:30. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að líðan þeirra tveggja sem fluttir voru á sjúkrahús sé stöðug. Jafnframt kemur fram að ekki sé unnt að veita frekar upplýsingar að svo stöddu.





Mikið lið björgunarfólks tók þátt í aðgerðum fyrr í kvöld. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa aðstoðað tæknideild lögreglunnar við vettvangsrannsókn og búist er við að hún geti tekið einhvern tíma.

Þegar flugvélin brotlenti kviknaði eldur í öðrum væng hennar sem slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Rangárvallasýslu slökktu.

Tæknideild lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×