Innlent

Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir

Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa
Alls voru fimm manns í vélinni.
Alls voru fimm manns í vélinni. Vísir/Magnús Hlynur
Fimm eru alvarlega slasaðir eftir að flugvél hrapaði rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld.Brunavarnir Rangárvallasýslu og aðrir viðbraðsaðilar fengu tilkynningu skömmu eftir klukkan 20:30 í kvöld um að flugvél hefði brotlent norðan við flugvöllinn. Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi segir að eldur hafi verið laus í vélinni.

Fimm um borð í vélinni

„Alls voru fimm aðilar í flugvélinni og eru allir alvarlega slasaðir. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar Rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt hefur viðbragsteymi Rauða kross Íslands verið sent á vettvang til að veita vitnum að atvikinu sálrænan stuðning.Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Slysið varð við flugvöllinn við Múlakot.Loftmyndir

Lentu í Reykjavík um klukkan 22

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar á vettvang - þær TF-EIR og TF-LÍF. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að slasaðir hafi verið fluttir í þyrlum og þær lent við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22.Fréttin hefur verið uppfærð.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.