Rangárþing eystra

Fréttamynd

Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti

Rúnar Ólafsson, sauðfjárbóndi á Eystri-Torfastöðum í Fljótshlíð er nú í sínum hundruðustu leitum á fjalli á Fljótshlíðarafrétti og var því fagnað um helgina með fjallmönnum á afréttinum. Rúnar segir bjart yfir sauðfjárræktinni.

Innlent
Fréttamynd

Allt að gerast í Rang­ár­þingi hvað varðar lífs­gæði í­búa

Það verður mikið um að vera í íþróttahúsinu á Hellu á morgun, sunnudaginn 21. september því þá fer fram svonefndur „Lífsgæðadagur í Rangárþingi“ þar sem íbúar í Rangárvallasýslu fá kynningu á öllu því fjölbreytta tómstunda- og íþróttastarfi, sem verður í boði í vetur.

Innlent
Fréttamynd

3,7 stiga skjálfti í Ár­nesi

Snarpur skjálfti átti sér stað við Ketilsstaðaholt í Holtum í Rangárvallasýslu klukkan 08:39 í morgun. Hann var 3,7 stig að stærð.

Innlent
Fréttamynd

BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins

Strákarnir í BMX brós kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sýna ótrúlegar listir á hjólum, en þeir fara til dæmis heljarstökk afturábak á hjólunum sínum eins og ekkert sé. Þeir eru líka duglegir að fá áhorfendur til að taka þátt í ýmsum áhættuatriðum með sér.

Lífið
Fréttamynd

Kjöt­súpu í boði á Hvols­velli fyrir alla sem vilja

Kjötsúpa mun flæða um Hvolsvöll og næsta nágrenni um helgina því Kjötsúpuhátíð stendur yfir á svæðinu þar sem allir geta fengið eins mikið af ókeypis kjötsúpa eins og þeir geta í sig látið. Fjölmörg skemmtiatriði verða einnig í boði og risa grillveisla í dag svo eitthvað sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn

Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Það logaði glatt í Berg­þórs­hvoli á Njáluhátíð í Rang­ár­þingi

Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvols­velli í kvöld

Það er mikið líf og fjöri í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld en þar fer nú fram setning fjögurra daga Njáluhátíðar í Rangárþingi með skemmti-, lista og fræðikvöldi. Sérsaminn leikþáttur verður meðal annars sýndur og Hundur í óskilum ætlar að taka nokkur Njálulög svo eitthvað sé nefnt. Við vorum í beinni útsendingu frá Hvolsvelli í fréttatíma Sýnar.

Lífið
Fréttamynd

Sóttu mann sem féll niður bratta

Björgunarsveitir voru boðaðar út á mesta forgangi á tólfta tímanum í dag vegna ferðamanns sem hafði fallið niður nokkurn bratta á leið að Merkurkeri við Þórsmerkurleið.

Innlent
Fréttamynd

Al­elda bíll á Emstruleið

Rallýbíll af Land Rover-tegund er gjöreyðilagður eftir að eldur kviknaði í honum á Emstruleið nærri Þórsmörk í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir ölvunar­akstur eftir grænt ljós frá löggunni

Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. 

Innlent
Fréttamynd

Allir blása í Landeyjahöfn

Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Varla gang­fær“ og „skulfu eins og hríslur“

Björgunarsveitir hjálpuðu þremur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í nótt. Fólkið var orðið blautt, skalf af kulda og var varla gangfært. Einnig þurfti að aðstoða ferðamenn sem festu bíl í Stóru-Laxá í nótt og hafa björgunarsveitir sinnt tveimur útköllum á Snæfellsnesi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eig­enda

Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þórs­hvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð

Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma.

Innlent
Fréttamynd

Lauga­vegurinn að „deyja úr vel­gengni“

Ísland er leiðandi á sviði ferðamennsku á alþjóðasviðinu og hefur á undanförnum árum laðað að sér gífurlegan fjölda ferðamanna. Laugavegur, ein vinsælasta gönguleið hálendisins, er farin að líða fyrir vinsældirnar vegna margmennis og á í hættu á að „deyja úr velgengni.“

Innlent
Fréttamynd

Hóta að loka svæðinu við Selja­lands­foss

Heilbrigðisnefnd Suðurlands áformar að krefjast lokunar rekstrar Seljalandsfoss ehf. innan mánaðar, þar sem ekki liggur fyrir heimild fyrir salernisgámum á svæðinu samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stök litasamsetning á Prinsi Greifa

Liturinn á hestinum Prins Greifa í Vestur Landeyjum vekur alltaf mikla athygli en hann er Brún ýruskjóttur varblesóttur og eini hesturinn hér á landi með þannig litasamsetningu.

Innlent