Enski boltinn

Man. Utd. undirbýr annað tilboð í Wan-Bissaka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wan-Bissaka er eftirsóttur.
Wan-Bissaka er eftirsóttur. vísir/getty

Manchester United undirbýr nú annað tilboð í Aaron Wan-Bissaka, leikmann Crystal Palace, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Um helgina hafnaði Palace tilboði United í Wan-Bissaka sem hljóðaði upp á 40 milljónir punda. Talið er að félagið vilji fá 60 milljónir fyrir leikmanninn sem á þrjú ár eftir af samningi sínum við Palace.

Wan-Bissaka lék sinn fyrsta leik fyrir Palace í febrúar 2018 og hefur síðan þá verið fastamaður í liðinu.

Hægri bakvörðurinn lék 35 af 38 leikjum Palace í ensku úrvalsdeildinni í vetur og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Palace endaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en United í því sjötta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.