Íslenski boltinn

KR áfrýjar banni Björgvins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, var dæmdur í bann fyrir ummæli í lýsingu á netútsendingu Hauka TV.
Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, var dæmdur í bann fyrir ummæli í lýsingu á netútsendingu Hauka TV. Fréttablaðið/Sigtryggur

KR hefur áfrýjað leikbanninu sem Björgvin Stefánsson var dæmdur í af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í síðustu viku.

Björgvin var síðasta fimmtudag dæmdur í fimm leikja bann af aganefndinni fyrir ummæli sem hann lét falla í lýsingu fyrir Hauka TV á leik Hauka og Þróttar R. í Inkassodeildinni.

Fótbolti.net greindi fyrst frá fréttunum í dag. Í samtali við Vísi staðfestu KR-ingar að þeir hefðu áfrýjað banninu en vildu ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Haukum var einnig gert að greiða 100 þúsund krónur vegna ummæla Björgvins og er hann í banni frá Ásvöllum, heimavelli Hauka, á meðan leikbannið varir. 

Miðað við úrskurð aganefndar má Björgvin næst spila með KR þann 21. júlí þegar liðið leikur við Stjörnuna í Pepsi Max deildinni. Hann verður einnig í leikbanni í næsta leik KR í Mjólkurbikarnum vegna uppsafnaðra gulra spjalda.

Úrskurð KSÍ í málinu má lesa hér.


Tengdar fréttir

Björgvin dæmdur í fimm leikja bann

Björgvin Stefánsson missir af næstu fimm leikjum með KR í Pepsi Max deildinni í fótbolta en Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kvað í dag upp úrskurð sinn í máli KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni vegna ummæla sem hann lét falla sem lýsanda í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.