Fótbolti

Jón Daði: Æðislegt að spila aftur með strákunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði gerði varnarmönnum Tyrkja lífið leitt í leiknum í kvöld.
Jón Daði gerði varnarmönnum Tyrkja lífið leitt í leiknum í kvöld. vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson átti afar góðan leik í framlínu íslenska liðsins þegar það vann það tyrkneska, 2-1, á Laugardalsvelli í kvöld.

Ísland er nú komið með níu stig eftir fjóra leiki í H-riðli undankeppni EM 2020.

„Þetta var æðislegt, sérstaklega að fá að spila aftur með strákunum eftir að hafa verið meiddur síðan í febrúar. Það var æðislegt að vinna í dag og fá sex stig út úr þessum tveimur leikjum,“ sagði Jón Daði í samtali við Vísi eftir leik.

Selfyssingurinn hefur verið frá vegna meiðsla í nokkurn tíma en það var ekki að sjá í leiknum í kvöld.

„Ég er alltaf í formi. Þótt maður sé meiddur djöflast maður alltaf utan fótboltans. Maður er alltaf klár,“ sagði Jón Daði.

Ísland hefur haft afar gott tak á Tyrklandi og unnið fjóra af fimm leikjum liðanna frá 2014.

„Ég veit ekki hvað þetta er. Það er gaman að spila á móti þeim. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð. Þeir eru æstir og baráttuglaðir og við elskum það,“ sagði Jón Daði. „Þeir gáfu okkur svæði til að fara í og það er veikleiki hjá þeim.“

Ísland spilaði stórvel í fyrri hálfleik og frammistaðan var sú besta í langan tíma.

„Við pressuðum mjög vel og varnarleikurinn var í lagi. Það gaf tóninn. Við gáfum þeim engan tíma og svo vorum við líka góðir í sókninni og betri en gegn Albaníu. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Jón Daði að lokum.
Tengdar fréttir

Gylfi: Þægilegt að spila með geggjuðum Jóni Daða

Jón Daði Böðvarsson átti mjög góðan leik fyrir íslenska landsliðið sem vann Tyrkland 2-1 á Laugardalsvelli í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson hrósaði framherjanum mikið fyrir frammistöðu sína.

Gylfi: Við erum ekkert komnir til baka

Gylfi Þór Sigurðsson segir að það sé ekki hægt að tala um endurkomu hjá íslenska landsliðinu. Ísland sé að gera sömu góðu hluti nú og liðið hefur gert síðustu 5-6 árin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.