Fótbolti

Gylfi: Þægilegt að spila með geggjuðum Jóni Daða

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson í leiknum í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson í leiknum í kvöld vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson átti mjög góðan leik fyrir íslenska landsliðið sem vann Tyrkland 2-1 á Laugardalsvelli í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson hrósaði framherjanum mikið fyrir frammistöðu sína.

„Jón Daði var geggjaður í þessum leik,“ sagði Gylfi Þór í leikslok.

„Hann var ekki búinn að spila lengi svo það kom mér á óvart hversu vel hann spilaði.“

Selfyssingurinn spilaði síðast 16. febrúar eftir að hafa glímt við meiðsli og fallið aftar í goggunarröðinni hjá félagsliði sínu.

„Fyrir mig persónulega er mjög þægilegt að spila með honum. Hann heldur boltanum mjög vel uppi, fær gul spjöld á andstæðinginn, innköst, aukaspyrnur og ógnar alltaf fyrir aftan hafsentana og býr til svæði.“

„Hann gefur liðinu tíma til þess að koma með boltann upp og á mikið hrós skilið.“

Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands sem er nú með 9 stig í riðlinum eftir fjóra leiki líkt og Tyrkland og Frakkland.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.