Fótbolti

Frakkar á toppinn eftir öruggan sigur í Andorra | Öll úrslitin í undankeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mbappé kom Frökkum á bragðið gegn Andorramönnum.
Mbappé kom Frökkum á bragðið gegn Andorramönnum. vísir/getty

Heimsmeistarar Frakklands tylltu sér á toppi H-riðils undankeppni EM 2020 með öruggum 0-4 sigri á Andorra í kvöld.

Kylian Mbappé, Wissam Ben Yedder, Florian Thauvin og Kurt Zouma skoruðu mörk Frakka sem eru með níu stig á toppi H-riðils.

Ísland vann Tyrkland, 2-1, á Laugardalsvellinum í kvöld. Tyrkir og Íslendingar eru með níu stig líkt og Frakkar.

Í sama riðli vann Albanía 2-0 sigur á Moldóvu á heimavelli. Albanir eru í 4. sæti riðilsins með sex stig en Moldóvar með þrjú stig í 5. sætinu.

Þýskaland sýndi Eistlandi enga miskunn í leik liðanna í C-riðli og vann 8-0 sigur. Þjóðverjar voru komnir í 4-0 eftir 26 mínútur.

Marco Reus (2), Serge Gnabry (2), Leon Goretzka, Ilkay Gündogan (víti), Timo Werner og Leroy Sané skoruðu mörk þýska liðsins sem er í 2. sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Norður-Írlands sem vann 0-1 útisigur á Hvíta-Rússlandi. Þýskaland á einn til leiks góða á Norður-Írland.

Í J-riðli gerðu unnu Ítalir Bosníumenn, 2-1, í Tórínó. Marco Verratti skoraði sigurmark ítalska liðsins þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.

Ítalía er með tólf stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Finnlandi sem vann 0-2 útisigur á Liechtenstein. Í þriðja leik J-riðils vann Armenía 2-3 sigur á Grikklandi.

Ungverjaland vann 1-0 sigur á Wales í E-riðli. Með sigrinum fóru Ungverjar á topp riðilsins. Walesverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins. Í sama riðli vann Slóvakía stórsigur á Aserbaídsjan, 1-5. Slóvakar eru í 2. sæti riðilsins.

Belgar eru með fullt hús stiga á toppi I-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á heimavelli. Rússar, sem unnu 1-0 sigur á Kýpverjum, eru í 2. sæti riðilsins með níu stig. Fyrr í dag vann Kasakstan öruggan sigur á San Marinó, 4-0.

Úrslit dagsins:

C-riðill

Þýskaland 8-0 Eistland
Hvíta-Rússland 0-1 Norður-Ísland

E-riðill

Ungverjaland 1-0 Wales
Aserbaídsjan 1-5 Slóvakía

H-riðill

Andorra 0-4 Frakkland
Ísland 2-1 Tyrkland
Albanía 2-0 Moldóva

I-riðill

Belgía 3-0 Skotland
Rússland 1-0 Kýpur
Kasakstan 4-0 San Marinó

J-riðill

Ítalía 2-1 Bosnía
Liechtenstein 0-2 Finnland
Grikkland 2-3 Armenía


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.