Fótbolti

Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki

Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar
Hamrén á fundi með blaðamönnum eftir leik.
Hamrén á fundi með blaðamönnum eftir leik. Vísir/SigurjónÓ
Erik Hamrén, þjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, var í góðum gír á blaðamannafundinum eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. Hann staldraði þó við eina spurningu blaðamanns varðandi vesenið í kringum komu tyrkneska landsliðsins til Íslands.Hamrén sagði íslenska hópinn ekki hafa á nokkurn hátt nýtt sér pirringinn í Tyrkjum til að blása eldmóð í íslenska liðið. Hamrén og félagar hefðu einbeitt sér að fótboltanum eins og leikmenn.„Ég veit ekki hvort ég á að ræða þetta eitthvað,“ sagði Hamrén svo en hélt áfram. Beindi hann spjótum sínum að viðbrögðum tyrkneskra stuðningsmanna á netinu.„Mörgum leikmönnum landsliðanna, karla, kvenna og yngri landsliða hafa borist morðhótanir,“ sagði Hamrén. Sá sænski var hugsi.„Heimurinn er klikkaður,“ sagði Hamrén og minnti á að allt þetta bull hefði ekkert með landsliðin að gera. Enginn hefði sagt né gert nokkuð.„Svo berast þeim dauðahótanir. Þá líður mér illa, í þessum heimi.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.