Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 08:54 Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. Vísir/ap Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við með því að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur. Lögregluyfirvöld í Hong Kong birtu tíst í morgun þar sem kom fram að mótmælin væru ekki lengur friðsamleg samkoma. Þau ráðlögðu mótmælendum að hafa sig á brott ellegar þyrfti lögreglan að beita „viðeigandi“ valdi. Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingið í Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður í því að koma til móts við mótmælendur. Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína. Ákveðið var að ráðast í umbætur þegar stjórnvöld í Taiwan gátu ekki fengið 19 ára karlmann frá Hong Kong framseldan. Honum var gefið að sök að hafa myrt þungaða kærustu sína í fríi á Taiwan. Maðurinn flúði til Hong Kong því hann vissi að enginn framsalssamningur var í gildi.Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong í morgun.Vísir/apStjórnvöld hafa reynt að sefa áhyggjur mótmælenda með loforði um að eingöngu þeir brotamenn sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi verði framseldir. Mótmælendur í Hong Kong eru langt frá því að vera sannfærðir og eru þess fullvissir að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu. Andstæðingar lagafrumvarpsins hafa miklar áhyggjur af gerræðislegu réttarfari í Kína; þvinguðum játningum og pyntingum. Þeir segjast ekki ætla að fara fet fyrr en stjórnvöld hverfa frá fyrirætlunum sínum. Þrátt fyrir óánægju með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að löggjafarþingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við með því að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur. Lögregluyfirvöld í Hong Kong birtu tíst í morgun þar sem kom fram að mótmælin væru ekki lengur friðsamleg samkoma. Þau ráðlögðu mótmælendum að hafa sig á brott ellegar þyrfti lögreglan að beita „viðeigandi“ valdi. Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingið í Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður í því að koma til móts við mótmælendur. Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína. Ákveðið var að ráðast í umbætur þegar stjórnvöld í Taiwan gátu ekki fengið 19 ára karlmann frá Hong Kong framseldan. Honum var gefið að sök að hafa myrt þungaða kærustu sína í fríi á Taiwan. Maðurinn flúði til Hong Kong því hann vissi að enginn framsalssamningur var í gildi.Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong í morgun.Vísir/apStjórnvöld hafa reynt að sefa áhyggjur mótmælenda með loforði um að eingöngu þeir brotamenn sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi verði framseldir. Mótmælendur í Hong Kong eru langt frá því að vera sannfærðir og eru þess fullvissir að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu. Andstæðingar lagafrumvarpsins hafa miklar áhyggjur af gerræðislegu réttarfari í Kína; þvinguðum játningum og pyntingum. Þeir segjast ekki ætla að fara fet fyrr en stjórnvöld hverfa frá fyrirætlunum sínum. Þrátt fyrir óánægju með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að löggjafarþingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45
Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16