Fjögurra mánaða réttarhöld á enda og dómur væntanlegur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2019 06:15 Þessir spænsku hæstaréttardómarar þurfa nú að taka ákvörðun um dóm í málinu. Nordicphotos/AFP Réttarhöldum yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fyrir hæstarétti í Madríd, höfuðborg Spánar, lauk í gær. Dóms er að vænta á næstu mánuðum, hvort sem það verður síðla sumars eða í haust. Sækjendurnir þrír í málinu, ríkissaksóknari, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn íhaldsöfgaflokksins Vox, hafa reynt að sýna fram á að Katalónarnir hafi brotið lög í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu héraðsins haustið 2017. Réttarhöldin hafa verið afar umfangsmikil. Mikill fjöldi vitna hefur verið kallaður til undanfarna fjóra mánuði og myndbandsupptökur af kjördegi og mótmælum í kringum hann spilaðar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst vægustu dómanna og sakar níu af tólf ákærðu um uppreisnaráróður. Í miðjunni er ríkissaksóknarinn sem sakar níu af tólf um uppreisn og Vox krefst þyngstu dómanna, fyrir bæði uppreisn og skipulagða glæpastarfsemi. Í lokaræðum sínum héldu sækjendur fram þessum ásökunum. Þyngstra dóma er krafist yfir Oriol Junqueras, hinum nýkjörna þingmanni, Evrópuþingmanni og fyrrverandi varaforseta héraðsstjórnarinnar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst tólf ára, ríkissaksóknari 25 ára og Vox 74 ára. Samkvæmt greiningu katalónska miðilsins El Nacional er helst búist við því að horft verði til málflutnings ríkissaksóknara er dómarar íhuga dóm sinn. Sækjendur hafa, og lýstu því í lokaræðum sínum, einbeitt sér að því að sýna fram á að Katalónarnir hafi sýnt stjórnarskrá Spánar lítilsvirðingu og skapað aðstæður sem leiddu til þess að þúsundum Katalóna lenti saman við lögreglu. Verjendur hafa ítrekað sagt að réttarhöldin séu pólitísk og snúist í raun um sjónarmið sakborninga, ekki gjörðir þeirra. Samkvæmt spænska blaðinu El País hafa verjendur hins vegar gengist við vægasta ákæruliðnum, um að sakborningar hafi óhlýðnast tilmælum stjórnvalda. Helsti ásteytingarsteinninn, þá einkum á milli verjenda og ríkissaksóknara, hefur hins vegar verið spurningin um ofbeldi. Það er að segja hvort Katalónarnir hafi beitt eða hvatt til ofbeldis í kringum atkvæðagreiðsluna. Ofbeldi er forsenda þess að hægt sé að dæma nokkurn fyrir uppreisn. Ríkissaksóknari hefur haldið því fram að án ofbeldis hefðu ákærðu ekki getað náð markmiði sínu á meðan saksóknari dómsmálaráðuneytisins segir ofbeldi ekki hafa verið stóran hluta af áætlun ákærðu né hafi það náð því marki að það hafi haft teljandi áhrif. Verjendur hafa hins vegar sagt spænsku lögregluna eina aðilann sem beitti ofbeldi á þessum tíma. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu hafa áður greint frá því að hundruð Katalóna hafi slasast við aðgerðir lögreglu á kjördag og leiðtogar og stjórnmálamenn víða um heim gagnrýndu spænsku lögregluna á þeim tíma. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30 Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15 SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Réttarhöldum yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fyrir hæstarétti í Madríd, höfuðborg Spánar, lauk í gær. Dóms er að vænta á næstu mánuðum, hvort sem það verður síðla sumars eða í haust. Sækjendurnir þrír í málinu, ríkissaksóknari, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn íhaldsöfgaflokksins Vox, hafa reynt að sýna fram á að Katalónarnir hafi brotið lög í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu héraðsins haustið 2017. Réttarhöldin hafa verið afar umfangsmikil. Mikill fjöldi vitna hefur verið kallaður til undanfarna fjóra mánuði og myndbandsupptökur af kjördegi og mótmælum í kringum hann spilaðar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst vægustu dómanna og sakar níu af tólf ákærðu um uppreisnaráróður. Í miðjunni er ríkissaksóknarinn sem sakar níu af tólf um uppreisn og Vox krefst þyngstu dómanna, fyrir bæði uppreisn og skipulagða glæpastarfsemi. Í lokaræðum sínum héldu sækjendur fram þessum ásökunum. Þyngstra dóma er krafist yfir Oriol Junqueras, hinum nýkjörna þingmanni, Evrópuþingmanni og fyrrverandi varaforseta héraðsstjórnarinnar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst tólf ára, ríkissaksóknari 25 ára og Vox 74 ára. Samkvæmt greiningu katalónska miðilsins El Nacional er helst búist við því að horft verði til málflutnings ríkissaksóknara er dómarar íhuga dóm sinn. Sækjendur hafa, og lýstu því í lokaræðum sínum, einbeitt sér að því að sýna fram á að Katalónarnir hafi sýnt stjórnarskrá Spánar lítilsvirðingu og skapað aðstæður sem leiddu til þess að þúsundum Katalóna lenti saman við lögreglu. Verjendur hafa ítrekað sagt að réttarhöldin séu pólitísk og snúist í raun um sjónarmið sakborninga, ekki gjörðir þeirra. Samkvæmt spænska blaðinu El País hafa verjendur hins vegar gengist við vægasta ákæruliðnum, um að sakborningar hafi óhlýðnast tilmælum stjórnvalda. Helsti ásteytingarsteinninn, þá einkum á milli verjenda og ríkissaksóknara, hefur hins vegar verið spurningin um ofbeldi. Það er að segja hvort Katalónarnir hafi beitt eða hvatt til ofbeldis í kringum atkvæðagreiðsluna. Ofbeldi er forsenda þess að hægt sé að dæma nokkurn fyrir uppreisn. Ríkissaksóknari hefur haldið því fram að án ofbeldis hefðu ákærðu ekki getað náð markmiði sínu á meðan saksóknari dómsmálaráðuneytisins segir ofbeldi ekki hafa verið stóran hluta af áætlun ákærðu né hafi það náð því marki að það hafi haft teljandi áhrif. Verjendur hafa hins vegar sagt spænsku lögregluna eina aðilann sem beitti ofbeldi á þessum tíma. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu hafa áður greint frá því að hundruð Katalóna hafi slasast við aðgerðir lögreglu á kjördag og leiðtogar og stjórnmálamenn víða um heim gagnrýndu spænsku lögregluna á þeim tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30 Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15 SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30
Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15
SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00