Bryan Singer greiðir 150 þúsund dollara vegna ásökunar um nauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 15:15 Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer hefur fallist á að greiða 150 þúsund dollara til þess að útkljá ásökun á hendur honum um að hafa nauðgað 17 ára pilti árið 2003. Verði greiðslan samþykkt fellur niður málsókn gegn honum vegna meintrar nauðgunar. Upphæðin nemur tæplega 19 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Það var í desember 2017 sem Cesar Sanchez-Guzman fór í mál við Singer. Sagði hann leikstjórann hafa nauðgað sér í partýi á snekkju í Seattle árið 2003. Ásökunin var sett fram skömmu eftir að Singer hafði verið rekinn sem leikstjóri Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody. Singer hefur alltaf neitað því að hafa nauðgað Sanchez-Guzman og lögmaður hans hefur ítrekað í tengslum við sektargreiðsluna nú að leikstjórinn heldur enn fram sakleysi sínu. Sanchez-Guzman var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014 en gjaldþrotamál hans var opnað á ný í fyrra í kjölfar ásakana hans á hendur Singer. Sagði skiptastjóri þrotabús Sanchez-Guzman að ásökunin á hendur Singer hefðu ekki verið komnar fram þegar búinu var skipt upp á sínum tíma. Allur ágóði af málsókninni ætti því með réttu að renna til þeirra sem Sanchez-Guzman gat ekki gert upp við í gjaldþrotinu. „Ákvörðunin um að leysa málið með þessum hætti með skiptastjóranum er eingöngu viðskiptalegs eðlis, þar sem málaferlin hefðu gætu vel reynst dýrari en upphæðin sem skiptastjórinn fór fram á til að gera upp við þá sem áttu skuldir inni hjá skuldaranum þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota,“ segir lögmaður Singer. Leikstjórinn hefur grætt að minnsta kosti 40 milljónir dollara á verðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody þrátt fyrir að hafa verið rekinn frá verkefninu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer hefur fallist á að greiða 150 þúsund dollara til þess að útkljá ásökun á hendur honum um að hafa nauðgað 17 ára pilti árið 2003. Verði greiðslan samþykkt fellur niður málsókn gegn honum vegna meintrar nauðgunar. Upphæðin nemur tæplega 19 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Það var í desember 2017 sem Cesar Sanchez-Guzman fór í mál við Singer. Sagði hann leikstjórann hafa nauðgað sér í partýi á snekkju í Seattle árið 2003. Ásökunin var sett fram skömmu eftir að Singer hafði verið rekinn sem leikstjóri Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody. Singer hefur alltaf neitað því að hafa nauðgað Sanchez-Guzman og lögmaður hans hefur ítrekað í tengslum við sektargreiðsluna nú að leikstjórinn heldur enn fram sakleysi sínu. Sanchez-Guzman var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014 en gjaldþrotamál hans var opnað á ný í fyrra í kjölfar ásakana hans á hendur Singer. Sagði skiptastjóri þrotabús Sanchez-Guzman að ásökunin á hendur Singer hefðu ekki verið komnar fram þegar búinu var skipt upp á sínum tíma. Allur ágóði af málsókninni ætti því með réttu að renna til þeirra sem Sanchez-Guzman gat ekki gert upp við í gjaldþrotinu. „Ákvörðunin um að leysa málið með þessum hætti með skiptastjóranum er eingöngu viðskiptalegs eðlis, þar sem málaferlin hefðu gætu vel reynst dýrari en upphæðin sem skiptastjórinn fór fram á til að gera upp við þá sem áttu skuldir inni hjá skuldaranum þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota,“ segir lögmaður Singer. Leikstjórinn hefur grætt að minnsta kosti 40 milljónir dollara á verðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody þrátt fyrir að hafa verið rekinn frá verkefninu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.
Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24
Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39