Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 14:24 Rami Malek í hlutverki Freddie Mercury í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody. Malek var valinn besti leikari í aðalhlutverki á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum. Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi og störf stórstjörnunnar Freddie Mercury og hljómsveitarinnar Queen, hefur verið fjarlægð af tilnefningarlista GLAAD-verðlaunanna, einnar helstu verðlaunahátíðar hinseginfólks, vegna ásakana um kynferðisbrot Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar. Variety greinir frá. Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Singer um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim er þeir voru á táningsaldri. Singer þvertók fyrir ásakanirnar og afskrifaði þær sem „hommahatur“ í sinn garð.Sjá einnig: Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni GLAAD-samtökin, bandarísk hagsmunasamtök hinseginfólks, ákváðu í kjölfarið að hætta við að tilnefna Bohemian Rhapsody sem bestu kvikmynd ársins á verðlaunahátíð samtakanna. Vísa samtökin til þess að Singer hafi notfært sér fordóma í garð samkynhneigðra til að afvegaleiða umræðu um ásakanirnar. Þá segir í yfirlýsingu GLAAD-samtakanna að ákvörðunin hafi verið erfið, og þá sérstaklega í ljósi þess að samtökin hafi áður lýst yfir ánægju með það að kvikmyndin geri Mercury svo hátt undir höfði og fjalli um baráttu hans við HIV. „Áhrifin sem kvikmyndin hefur haft á samfélagið eru óumdeilanleg. Við stöndum þó í þeirri trú að okkur beri skylda til að senda skýr og afdráttarlaus skilaboð til hinsegin ungmenna og allra þolenda kynferðisbrota um að GLAAD muni standa með þolendum,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Singer hefur áður þurft að svara fyrir viðlíka ásakanir og hefur ávallt neitað því að hafa brotið á ungum piltum. Singer var nýlega ráðinn til þess að leikstýra kvikmyndinni Red Sonja en framleiðendur myndarinnar staðfestu í vikunni að hann myndi halda starfinu þrátt fyrir ásakanirnar. Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Malek og Queen höfðu betur gegn Lady Gaga Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. 7. janúar 2019 07:18 Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi og störf stórstjörnunnar Freddie Mercury og hljómsveitarinnar Queen, hefur verið fjarlægð af tilnefningarlista GLAAD-verðlaunanna, einnar helstu verðlaunahátíðar hinseginfólks, vegna ásakana um kynferðisbrot Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar. Variety greinir frá. Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Singer um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim er þeir voru á táningsaldri. Singer þvertók fyrir ásakanirnar og afskrifaði þær sem „hommahatur“ í sinn garð.Sjá einnig: Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni GLAAD-samtökin, bandarísk hagsmunasamtök hinseginfólks, ákváðu í kjölfarið að hætta við að tilnefna Bohemian Rhapsody sem bestu kvikmynd ársins á verðlaunahátíð samtakanna. Vísa samtökin til þess að Singer hafi notfært sér fordóma í garð samkynhneigðra til að afvegaleiða umræðu um ásakanirnar. Þá segir í yfirlýsingu GLAAD-samtakanna að ákvörðunin hafi verið erfið, og þá sérstaklega í ljósi þess að samtökin hafi áður lýst yfir ánægju með það að kvikmyndin geri Mercury svo hátt undir höfði og fjalli um baráttu hans við HIV. „Áhrifin sem kvikmyndin hefur haft á samfélagið eru óumdeilanleg. Við stöndum þó í þeirri trú að okkur beri skylda til að senda skýr og afdráttarlaus skilaboð til hinsegin ungmenna og allra þolenda kynferðisbrota um að GLAAD muni standa með þolendum,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Singer hefur áður þurft að svara fyrir viðlíka ásakanir og hefur ávallt neitað því að hafa brotið á ungum piltum. Singer var nýlega ráðinn til þess að leikstýra kvikmyndinni Red Sonja en framleiðendur myndarinnar staðfestu í vikunni að hann myndi halda starfinu þrátt fyrir ásakanirnar.
Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Malek og Queen höfðu betur gegn Lady Gaga Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. 7. janúar 2019 07:18 Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45
Malek og Queen höfðu betur gegn Lady Gaga Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. 7. janúar 2019 07:18
Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45
Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39