Faðirinn í Suður-Karólínu dæmdur til dauða þrátt fyrir óskir móðurinnar Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2019 21:37 Timothy Jones yngri og Amber Kyzer. AP Dómstóll í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum dæmdi í dag hinn 37 ára Timothy Jones yngri til dauða fyrir að hafa banað fimm börnum sínum. Eftir að hafa orðið þeim að bana ók hann um í níu daga með lík barnanna í skottinu áður en hann skildi þau eftir í ruslapokum skammt frá afskekktum malarvegi í Alabama.Málið vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar móðir barnanna, Amber Kyzer, fór þess á leit við kviðdóm að lífi Jones yrði þyrmt. Kyzer sagði í dómsal að Jones hefði ekki sýnt börnum sínum neina miskunn en að þau hefðu engu að síður elskað hann. Börnin voru á aldrinum eins til átta ára, og voru myrt á heimili sínu nærri Lexington í ágúst 2014. Kyzer sagði að sem móðir gæti hún „persónulega rifið andlitið af [Jones]“, en að hún sé andvíg dauðarefsingum og hafi verið nánast allt sitt líf.Lítil svipbrigði Jones var fundinn sekur í maí síðastliðinn og var það undir kviðdómi komið hvort hann yrði dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Var Jones dæmdur til dauða og sýndi hann lítil svipbrigði þegar dómur var lesinn upp að því er fram kemur í frétt NBC. Jones er annar maðurinn sem dæmdur er til dauða í Suður-Karólínu á síðustu fimm árum. Enginn dauðadæmdur fangi hefur verið tekinn af lífi í ríkinu frá árinu 2011 og skortir fangelsisyfirvöld lyf sem notuð er í banvænum lyfjablöndum sem notaðar eru við fullnustu slíkra refsinga.Kyrkti börnin Jones og Kyzer voru skilin og var Jones með forræði yfir börnunum. Jones drap fyrst sex ára sin sinn, Nahtahn, í bræðiskasti eftir að drengurinn viðurkenndi í samtali við móður sína í síma að hafa skemmt innstungu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Jones neitaði sök og héldu verjendur hans því fram að hann væri ekki sakhæfur vegna geðrænna vandamála. Bandaríkin Tengdar fréttir Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Dómstóll í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum dæmdi í dag hinn 37 ára Timothy Jones yngri til dauða fyrir að hafa banað fimm börnum sínum. Eftir að hafa orðið þeim að bana ók hann um í níu daga með lík barnanna í skottinu áður en hann skildi þau eftir í ruslapokum skammt frá afskekktum malarvegi í Alabama.Málið vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar móðir barnanna, Amber Kyzer, fór þess á leit við kviðdóm að lífi Jones yrði þyrmt. Kyzer sagði í dómsal að Jones hefði ekki sýnt börnum sínum neina miskunn en að þau hefðu engu að síður elskað hann. Börnin voru á aldrinum eins til átta ára, og voru myrt á heimili sínu nærri Lexington í ágúst 2014. Kyzer sagði að sem móðir gæti hún „persónulega rifið andlitið af [Jones]“, en að hún sé andvíg dauðarefsingum og hafi verið nánast allt sitt líf.Lítil svipbrigði Jones var fundinn sekur í maí síðastliðinn og var það undir kviðdómi komið hvort hann yrði dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Var Jones dæmdur til dauða og sýndi hann lítil svipbrigði þegar dómur var lesinn upp að því er fram kemur í frétt NBC. Jones er annar maðurinn sem dæmdur er til dauða í Suður-Karólínu á síðustu fimm árum. Enginn dauðadæmdur fangi hefur verið tekinn af lífi í ríkinu frá árinu 2011 og skortir fangelsisyfirvöld lyf sem notuð er í banvænum lyfjablöndum sem notaðar eru við fullnustu slíkra refsinga.Kyrkti börnin Jones og Kyzer voru skilin og var Jones með forræði yfir börnunum. Jones drap fyrst sex ára sin sinn, Nahtahn, í bræðiskasti eftir að drengurinn viðurkenndi í samtali við móður sína í síma að hafa skemmt innstungu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Jones neitaði sök og héldu verjendur hans því fram að hann væri ekki sakhæfur vegna geðrænna vandamála.
Bandaríkin Tengdar fréttir Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24