Faðirinn í Suður-Karólínu dæmdur til dauða þrátt fyrir óskir móðurinnar Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2019 21:37 Timothy Jones yngri og Amber Kyzer. AP Dómstóll í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum dæmdi í dag hinn 37 ára Timothy Jones yngri til dauða fyrir að hafa banað fimm börnum sínum. Eftir að hafa orðið þeim að bana ók hann um í níu daga með lík barnanna í skottinu áður en hann skildi þau eftir í ruslapokum skammt frá afskekktum malarvegi í Alabama.Málið vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar móðir barnanna, Amber Kyzer, fór þess á leit við kviðdóm að lífi Jones yrði þyrmt. Kyzer sagði í dómsal að Jones hefði ekki sýnt börnum sínum neina miskunn en að þau hefðu engu að síður elskað hann. Börnin voru á aldrinum eins til átta ára, og voru myrt á heimili sínu nærri Lexington í ágúst 2014. Kyzer sagði að sem móðir gæti hún „persónulega rifið andlitið af [Jones]“, en að hún sé andvíg dauðarefsingum og hafi verið nánast allt sitt líf.Lítil svipbrigði Jones var fundinn sekur í maí síðastliðinn og var það undir kviðdómi komið hvort hann yrði dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Var Jones dæmdur til dauða og sýndi hann lítil svipbrigði þegar dómur var lesinn upp að því er fram kemur í frétt NBC. Jones er annar maðurinn sem dæmdur er til dauða í Suður-Karólínu á síðustu fimm árum. Enginn dauðadæmdur fangi hefur verið tekinn af lífi í ríkinu frá árinu 2011 og skortir fangelsisyfirvöld lyf sem notuð er í banvænum lyfjablöndum sem notaðar eru við fullnustu slíkra refsinga.Kyrkti börnin Jones og Kyzer voru skilin og var Jones með forræði yfir börnunum. Jones drap fyrst sex ára sin sinn, Nahtahn, í bræðiskasti eftir að drengurinn viðurkenndi í samtali við móður sína í síma að hafa skemmt innstungu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Jones neitaði sök og héldu verjendur hans því fram að hann væri ekki sakhæfur vegna geðrænna vandamála. Bandaríkin Tengdar fréttir Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Dómstóll í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum dæmdi í dag hinn 37 ára Timothy Jones yngri til dauða fyrir að hafa banað fimm börnum sínum. Eftir að hafa orðið þeim að bana ók hann um í níu daga með lík barnanna í skottinu áður en hann skildi þau eftir í ruslapokum skammt frá afskekktum malarvegi í Alabama.Málið vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar móðir barnanna, Amber Kyzer, fór þess á leit við kviðdóm að lífi Jones yrði þyrmt. Kyzer sagði í dómsal að Jones hefði ekki sýnt börnum sínum neina miskunn en að þau hefðu engu að síður elskað hann. Börnin voru á aldrinum eins til átta ára, og voru myrt á heimili sínu nærri Lexington í ágúst 2014. Kyzer sagði að sem móðir gæti hún „persónulega rifið andlitið af [Jones]“, en að hún sé andvíg dauðarefsingum og hafi verið nánast allt sitt líf.Lítil svipbrigði Jones var fundinn sekur í maí síðastliðinn og var það undir kviðdómi komið hvort hann yrði dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Var Jones dæmdur til dauða og sýndi hann lítil svipbrigði þegar dómur var lesinn upp að því er fram kemur í frétt NBC. Jones er annar maðurinn sem dæmdur er til dauða í Suður-Karólínu á síðustu fimm árum. Enginn dauðadæmdur fangi hefur verið tekinn af lífi í ríkinu frá árinu 2011 og skortir fangelsisyfirvöld lyf sem notuð er í banvænum lyfjablöndum sem notaðar eru við fullnustu slíkra refsinga.Kyrkti börnin Jones og Kyzer voru skilin og var Jones með forræði yfir börnunum. Jones drap fyrst sex ára sin sinn, Nahtahn, í bræðiskasti eftir að drengurinn viðurkenndi í samtali við móður sína í síma að hafa skemmt innstungu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Jones neitaði sök og héldu verjendur hans því fram að hann væri ekki sakhæfur vegna geðrænna vandamála.
Bandaríkin Tengdar fréttir Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24