Borgar United 50 milljónir punda fyrir bakvörð Crystal Palace?

Manchester United heldur áfram að reyna klófesta bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka sem er á mála hjá Crystal Palace en nú hefur United hækkað tilboðið.
Um síðustu helgi var 40 milljóna punda tilboði United í Wan-Bissaka hafnað en talið er að Palace vilji fá allt að 60 milljónir punda fyrir hann.
Blaðamaðurinn Sam Pilger greinir hins vegar frá því að United ætli að gera nýtt tilboð í bakvörðinn sem mun hljóða upp á 50 milljónir punda.
Reiknað er með að United leggi fram tilboðið á næstu dögum en leikmaðurinn, sem er 21 árs gamall, er talinn vilja skipta yfir til þeirra rauðklæddu í Manchester.
#MUFC determined to sign Aaron Wan-Bissaka and likely to return with an increased offer of around £50 million in coming days, which should be accepted by Crystal Palace. Player wants the move to happen.
— Sam Pilger (@sampilger) June 14, 2019
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.