Erlent

Tveir unglingar myrtir með tólf mínútna millibili í London

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vinnu við vettvang hnífsstungu í mars síðastliðnum.
Frá vinnu við vettvang hnífsstungu í mars síðastliðnum. Getty/Jack Taylor

Tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í London í gærkvöldi. Mikið var um ofbeldi í borginni en auk þeirra voru þrír menn stungnir í Clapham í Suður-London í gærnótt. CNN greinir frá.

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, sagðist á Twitter hafa orðið illt við að heyra af morðunum sem voru framin með 12 mínútna millibili.

Hnífstungur hafa verið vandamál í Bretlandi undanfarin ár og hefur tíðni þeirra aukist eftir því sem líður á. Annað fórnarlambið í gærkvöld, 18 ára drengur var stunginn til bana í Wandsworth, hann lést á vettvangi en lögregla handtók sex unga karlmenn, á aldrinum 16-19 ára, grunaða um verknaðinn.

12 mínútum síðar var lögregla mætt á vettvang skotárás í Woolwich þar sem 19 ára drengur hafði verið skotinn, hann lést einnig á vettvangi og voru þrír drengir og ein stúlka, á aldrinum 16-17 ára handtekinn vegna gruns um morðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.