Erlent

Skotárás í meistarafögnuði Toronto Raptors

Andri Eysteinsson skrifar
Getty/Rich Madonik

Talið er að tveir hafi orðið fyrir skoti í miðborg Toronto í Kanada í dag. Mikill fjöldi fólks var þar samankominn til að fagna fyrsta NBA titli körfuboltaliðs borgarinnar, Toronto Raptors. Talið er að þau sem urðu fyrir skoti séu ekki í lífshættu en meiðsli þeirra eru alvarleg. 

Mikill æsingur greip um sig og reyndi fólk að forða sér eins hratt og mögulegt var.


Toronto Raptors unnu í vikunni fyrsta NBA titilinn í sögu félagsins með því að sigra meistara síðustu tveggja ára, Golden State Warriors í sex leikjum 4-2. Félagið er dyggilega stutt af borgarbúum og safnast mikill fjöldi saman fyrir utan leikvanginn við hvern leik. Enn fleiri lögðu leið sína í miðborgina í dag til þess að fagna titlinum.

Lögreglan í Toronto gaf frá sér upplýsingar þess efnis að tveir hafi verið handteknir og tvö skotvopn gerð upptæk. 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.