Erlent

Skotárás í meistarafögnuði Toronto Raptors

Andri Eysteinsson skrifar
Getty/Rich Madonik
Talið er að tveir hafi orðið fyrir skoti í miðborg Toronto í Kanada í dag. Mikill fjöldi fólks var þar samankominn til að fagna fyrsta NBA titli körfuboltaliðs borgarinnar, Toronto Raptors. Talið er að þau sem urðu fyrir skoti séu ekki í lífshættu en meiðsli þeirra eru alvarleg. 

Mikill æsingur greip um sig og reyndi fólk að forða sér eins hratt og mögulegt var.



Toronto Raptors unnu í vikunni fyrsta NBA titilinn í sögu félagsins með því að sigra meistara síðustu tveggja ára, Golden State Warriors í sex leikjum 4-2. Félagið er dyggilega stutt af borgarbúum og safnast mikill fjöldi saman fyrir utan leikvanginn við hvern leik. Enn fleiri lögðu leið sína í miðborgina í dag til þess að fagna titlinum.

Lögreglan í Toronto gaf frá sér upplýsingar þess efnis að tveir hafi verið handteknir og tvö skotvopn gerð upptæk. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×