Enski boltinn

Vilja gera Benitez best launaða þjálfarann í Kína

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rafael Benitez
Rafael Benitez vísir/getty
Vonir stuðningsmanna Newcastle um að halda í knattspyrnustjórann sinn minnkuðu í gærkvöldi þegar hann fékk vænlegt tilboð frá kínversku félagi. The Times greindi frá þessu í morgun.

Hinn 59 ára Benitez verður samningslaus í lok þessa mánaðar. Newcastle er búið að bjóða honum nýjan eins árs samning en samningaviðræðurnar hafa ekki gengið vel, sérstaklega ekki á meðan viðræður um sölu á félaginu standa yfir.

Bentiez fékk sex milljónir punda á ári hjá Newcastle en kínverska félagið Dalian Yifang bauð honum samning upp á 12 milljónir punda á ári.

Taki Spánverjinn samningnum verður hann hæst launaðasti þjálfarinn í kínversku úrvalsdeildinni.

Wang Jianlin, fjórði ríkasti maðurinn í Kína, stendur á bakvið Dalian Yifang og veitir félaginu fjárhagslegan stuðning. Liðið endaði um miðja deild á síðasta tímabili en hefur tapað 6 af 13 leikjum sínum á núverandi tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×