Íslenski boltinn

Allt frágengið nema Ísak Óli á eftir að gangast undir læknisskoðun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Óli hefur verið lykilmaður hjá Keflavík undanfarin þrjú ár.
Ísak Óli hefur verið lykilmaður hjá Keflavík undanfarin þrjú ár. vísir/bára
Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, segir að félagið sé búið að samþykkja kauptilboð SønderjyskE í Ísak Óla Ólafsson og leikmaðurinn hafi samþykkt samningstilboð danska félagsins.

Keflavík sendi frá sér tilkynningu á sunnudagskvöldið þess efnis að félagið væri búið að ná samkomulagi við SønderjyskE um kaup á Ísaki Óla.

Í samtali við JydskeVestkysten sagði Hans Jørgen Haysen, yfirmaður knattspyrnumála hjá SønderjyskE, að ekkert samkomulag við Keflavík væri í höfn.

Í samtali við Vísi sagði Jónas Guðni að allt væri frágengið milli félaganna nema að Ísak Óli ætti eftir að gangast undir læknisskoðun hjá SønderjyskE.

„Þetta er frágengið en þeir vilja væntanlega tilkynna þetta sjálfir. Hann leikur sinn síðasta leik fyrir Keflavík 23. ágúst,“ sagði Jónas Guðni.

Ísak Óli, sem hefur verið fyrirliði Keflavíkur í sumar, lék allan leikinn þegar liðið vann Víking í Ólafsvík, 0-1, í gær. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Ísak Óli, sem verður 19 ára í lok mánaðarins, hefur leikið 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×