Íslenski boltinn

Segjast ekki vera búnir að kaupa Ísak Óla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Óli hefur verið fyrirliði Keflavíkur í sumar.
Ísak Óli hefur verið fyrirliði Keflavíkur í sumar. vísir/bára

Hans Jørgen Haysen, yfirmaður knattspyrnumála hjá SønderjyskE segir að félagið sé ekki búið að ganga frá kaupunum á Ísaki Óla Ólafssyni, fyrirliða Keflavíkur.

Á sunnudagskvöldið greindu Keflvíkingar frá því að þeir væru búnir að ná samkomulagi við SønderjyskE um kaup á Ísaki Óla. Jafnframt kom fram að hann myndi spila með Keflavík í Inkasso-deildinni fram til 23. ágúst, áður en hann færi til Danmerkur.

Í samtali við JydskeVestkysten sagði Haysen hins vegar að ekkert samkomulag við Keflavík væri í höfn.

„Við höfum ekki skrifað undir neitt en við þekkjum leikmanninn og höfum verið í sambandi við félagið hans,“ sagði Haysen.

Ísak Óli hefur verið fastamaður í liði Keflavíkur undanfarin þrjú ár. Hann hefur leikið 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.