Íslenski boltinn

Fyrirliði Keflavíkur til SönderjyskE

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Óli fer til SönderjyskE seinni partinn í ágúst.
Ísak Óli fer til SönderjyskE seinni partinn í ágúst. mynd/keflavík
Danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE hefur fest kaup á Ísaki Óla Ólafssyni, fyrirliða Keflavíkur.

Ísak, sem verður 19 ára síðar í mánuðinum, hefur verið fastamaður í liði Keflavíkur undanfarin þrjú tímabil.

Miðvörðurinn efnilegi lék alla 22 leiki liðsins í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og hefur verið fyrirliði Keflavíkur í Inkasso-deildinni í sumar.

Ísak leikur með Keflavík fram til 23. ágúst þegar hann heldur til Danmerkur. Hjá SönderjyskE hittir hann fyrir annan Íslending, Eggert Gunnþór Jónsson.

Ísak hefur leikið 17 leiki með yngri landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×