Íslenski boltinn

Keflvíkingar upp í 2. sætið eftir sigur í Ólafsvík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í þremur leikjum vann Keflavík góðan útisigur í dag.
Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í þremur leikjum vann Keflavík góðan útisigur í dag. vísir/ernir

Keflavík vann 0-1 sigur á Víkingi Ó. í eina leik dagsins í Inkasso-deild karla.

Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga í fjórum leikjum. Með honum komust þeir upp í 2. sæti deildarinnar.

Keflavík, Fjölnir og Víkingur Ó. eru öll með 13 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Þórs.

Adam Árni Róbertsson skoraði eina mark leiksins með skoti í stöng og inn á 64. mínútu.

Þetta var fimmta mark hans í Inkasso-deildinni. Þórsarinn Álvaro Montejo Calleja er sá eini sem hefur skorað fleiri mörk (7) en Adam Árni í sumar.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.