Enski boltinn

Gyllitilboðið frá Kína heillar Benitez

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benitez á leið burt?
Benitez á leið burt? vísir/getty
Rafa Benitez, stjóri Newcastle, íhugar nú vel og vandlega um að færa sig yfir til Kína þar sem honum býðst að taka við kínverska liðinu Dalian Yifang.Sky Sports greinir frá þessu en Dalian vill gera Benitez að hæst launaðasta þjálfara deildarinnar með tólf milljónir punda í árslaun.Samningur Spánverjans við Newcastle rennur út þann 30. júní í sumar og hefur enn ekki komist að samkomulagi við Newcastle um framlengingu á samningnum.Benitez vill að Newcastle geri atlögu að Evrópusæti og að hann fái að kaupa leikmenn sem eru eldri en 26 ára en honum hefur verið bannað það hingað til.Mike Ashley er eigandi Newcastle en Sheikh Khaled Bin Zayed Al Nahyan er í viðræðum við Ashley um að kaupa félagið. Benitez íhugar því vel og vandlega stöðu sína.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.