Enski boltinn

Bernardo Silva og vinur hans gerðu grín að hlaupastíl Sterling

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva og Sterling á góðri stundu.
Silva og Sterling á góðri stundu. vísir/getty
Það er greinilega mikil gleði og vinátta í herbúðum Manchester United en leikmenn liðsins skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum er þeir eru í sumarfríum víðs vegar um heiminn.Silva er í fríi á Miami eftir frábært tímabil sem endaði á því að hann stóð uppi sem sigurvegari í Þjóðadeildinni eftir sigur á Hollandi í úrslitaleik.Silva sló á létta strengi og birti myndband af félaga sínum sem gerði grín að hlaupastíl Sterling.Sterling var fljótur að svara þessu myndbandi á Instagram-síðu sinni þar sem hann boðaði til stríðs gegn Portúgalanum.Leikmenn City fara fyrst til Kína er þeir mæta á undirbúningstímabilð en þar spila þeir við Newcastle, West Ham og Wolves. Fyrsti leikurinn er gegn West Ham 17. júlí.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.