Enski boltinn

Bernardo Silva og vinur hans gerðu grín að hlaupastíl Sterling

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva og Sterling á góðri stundu.
Silva og Sterling á góðri stundu. vísir/getty

Það er greinilega mikil gleði og vinátta í herbúðum Manchester United en leikmenn liðsins skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum er þeir eru í sumarfríum víðs vegar um heiminn.

Silva er í fríi á Miami eftir frábært tímabil sem endaði á því að hann stóð uppi sem sigurvegari í Þjóðadeildinni eftir sigur á Hollandi í úrslitaleik.

Silva sló á létta strengi og birti myndband af félaga sínum sem gerði grín að hlaupastíl Sterling.

Sterling var fljótur að svara þessu myndbandi á Instagram-síðu sinni þar sem hann boðaði til stríðs gegn Portúgalanum.

Leikmenn City fara fyrst til Kína er þeir mæta á undirbúningstímabilð en þar spila þeir við Newcastle, West Ham og Wolves. Fyrsti leikurinn er gegn West Ham 17. júlí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.