Íslenski boltinn

Sjáðu glæsimörk Arons og Guðjóns sem skutu Blikum á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar

Breiðablik er á toppnum í Pepsi Max-deild karla eftir að þeir grænklæddu unnu 3-1 sigur á grönnum sínum í Stjörnunni í kvöld.

Stjarnan komst yfir í leiknum en Ævar Ingi Jóhannesson kom þeim yfir á 48. mínútu. Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdafur.

Aroni Bjarnasyni var skipt inn á hjá Blikum á 58. mínútu og eftir það breyttist leikurinn. Aron jafnaði metin með frábæru marki á 65. mínútu er hann skrúfaði boltann yfir Harald Björnsson í marki Stjörnunnar.

Annað mark Blika var ekki verra en þá skoraði Guðjón Pétur Lýðsson úr glæsilegri aukaspyrnu. Alexander Helgi Sigurðarson skoraði þriðja og síðasta markið í uppbótartíma, eftir frábæran sprett Arons.

Öll mörkin má sjá í spilaranum efst í fréttinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.